Menntamál - 01.12.1952, Blaðsíða 21

Menntamál - 01.12.1952, Blaðsíða 21
MENNTAMÁL 131 Skólabílar. Það er alkunna, að Bjarni M. Jónsson hefur barizt manna ötullegast fyrir notkun skólabíla í umdæmi sínu, enda hef- ur honum orðið mikið ágengt. Má það öllum ljóst vera, hverja kosti slíkt fyrirkomulag hefur í för með sér. Börn- in þurfa þá ekki að slitna úr tengslum við heimili sín, og heimilin losna við útgjöld, sem leiðir af dvöl barna í heima- vist. Enn fremur sparast kostnaður við byggingu heima- vistarhúsnæðis. Á móti kemur kostnaður við skólabíla. Verður hverju sinni að gera sér grein fyrir, hvort þyngra er á metaskálunum. Á Suðurlandi eru nú 12 heimanakstursskólar með um 750 nemendum. Að vísu ganga sumir nemendur í þessa skóla, en tilvera margra þeirra er grundvölluð á heiman- akstri. Tveir skólar eiga sérstaka skólabíla, en aðrir kaupa akstur. Tveir skólar nota að mestu leyti áætlunarbíla. Miklum erfiðleikum hefur hækkun benzínverðs valdið í þessu efni. Styrkur hefur verið greiddur úr ríkissjóði í þessu skyni, en hann hefur ekki hækkað í hlutfalli við tolla- hækkunina, og hefur því verið tekið með annarri hend- inni það, sem gefið var með hinni. Þótt við þessa örðugleika sé að etja í bili, er Bjarni samt bjartsýnn á, að fram úr rætist. Kostir heimanakstursins séu svo miklir, að þeir hljóti að verða þyngri á metunum, þegar til lengdar lætur. Þó telur hann, að skólavandamál dreifbýlisins verði eigi leyst að fullu með þessu móti. Einstök býli eru svo afskekkt, að börnum þaðan verður ekki séð fyrir skólavist nema með því að koma þeim í heimavistarskóla. Skiptir þá ekki máli, hvort skólinn stend- ur nokkrum bæjarleiðum nær eða f jær heimilum barnanna. Að þessu sinni segir ekki fleira af spjalli okkar Bjarna M. Jónssonar, en væntanlega fá lesendur Menntamála „meira að heyra“ frá honum síðar í vetur. Á. H.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.