Menntamál - 01.12.1952, Blaðsíða 7

Menntamál - 01.12.1952, Blaðsíða 7
menntamál 117 DR. MATTHÍAS JÓNASSON: Kennaramenntun við Háskóla Islands. 1. Tildrög. I lögum um gagnfræða- nám (nr. 48, 7. maí 1946), gr. 37, og í lögum um menntaskóla (nr. 58, 7. maí 1946), gr. 15, er kveð- ið svo á, að fastur kennari við slíka skóla geti sá einn orðið, sem stundað hafi háskólanám í kennslu- greinum sínum, numið uppeldisfræði og notið leið- beininga í kennslu. í lög- um um menntun kennara (12. marz 1947), gr. 12, segir svo: ,,Við heimspekideild Há- Dr. Matthins jónasson. skóia Islands skal koma á íót kennslustofnun í uppeldisvísindum, jafnskjótt og að- •staða er fengin til æfinga- og tilraunakennslu. Hlutverk Þessarar stofnunar er að veita kennurum við barnaskóla °g skóla gagnfræðastigsins, menntaskóla og sérskóla rnenntun í uppeldisfræði, sálai’fræði og kennslufræði. Auk Þess skulu kennarar í uppeldisvísindum annast rannsóknir °g ieiðbeiningar í þágu uppeldismála landsins, eftir því sem samrýmist kennslustörfum þeirra.“

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.