Menntamál - 01.12.1952, Page 17

Menntamál - 01.12.1952, Page 17
menntamál 127 og skólasögu eru óunnar, ef undan er skilin sérsaga nokk- urra skóla frá síðustu öld. Sálarfræði barna og unglinga svo og almenn uppeldisleg sálarfræði býður tækifæri til margvíslegra rannsókna, sum af því tagi, sem stúdentum eru vel viðráðanleg, önnur stór og mikilvæg fyrir upp- eldið í heild. Mér virðist framtíð uppeldisvísindalegrar kennslu í B-A-deild velta á því, hvort þeim kennurum, sem hana rækja, gefst jafnframt tækifæri til vísindalegra rann- sókna. Vanti kennsluna þau tengsl við raunveruleikann, sem rannsóknarstarfsemin á að mynda, er hætt við að kennarinn blási bókryki í augu nemenda sinna í stað þess að skerpa sjón þeirra og skilning á viðfangsefnum upp- eldisstarfsins sjálfs. Chúteau du Vieux Moulin. (Sjá bls. 132).

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.