Menntamál - 01.04.1957, Síða 21
MENNTAMÁL
7
þetta. Glíman við hluti og fyrirbæri umhverfisins og sam-
vistir við greint og vel talandi fólk er öruggasta leiðin til
þess, að barnið leggi niður röng form smábarnamálsins,
afli sér allmikils orðaforða og nái góðum tökum á mæltu
máli. Jafnframt þjálfast börnin í einbeitingu athyglinn-
ar og öðlast nokkurn félagsþroska, en á hvorttveggja
reynir mjög í skólanámi. Flest andlega heilbrigð börn
ganga eftir þessari umsinningu með spurningum sínum
um margt, sem fyrir augu ber eða vaknar upp í huga
þeirra. Ef þeim er ekki sinnt, dofnar þekkingarþráin. En
ef leyst er úr spurningunum með fræðslu við barna hæfi
og þeim kennt að athuga og skýra fyrir sér fyrir'bæri
umhverfisins, njóta þau gleðinnar við að auka þekkingu
sína og horfa fram til skólans, sem þau vænta sér meiri
þekkingar af. Meðan barnið er ungt og hefur lítil eða eng-
in kynni af skóla, ræður afstaða foreldra til skólans miklu.
Það verður fyrir beinum áhrifum af tali foreldra um hann
og tekur sér ósjálfrátt til fyrirmyndar afstöðu þeirra til
bókarinnar.
Því miður tekst mörgum foreldrum þetta lakar, ef þeim
er ekki lagið að hlú að andlegum þroska ungs barns, held-
ur geyma það til skólaáranna. Þeir gera sér ekki grein
fyrir því, að almennur þroski barnsins 3—5 ára gamals
sé mikilvægur fyrir skólanám, sem enn er langt undan.
Því skortir mjög bæði á félagsþroska og raunskilning
margra barna, þegar þau byrja skólanám.
Ekki veldur einbert ræktar- og skilningsleysi þessari
vanrækslu. Oft sprettur hún af óviðráðanlegum ástæð-
um: fátækt, vanheilsu eða greindarskorti foreldranna
sjálfra. Heimili margs barns er afar fátæklegt að andlegri
uppörvun, umönnunin takmarkast við næringu og húsa-
skjól, en reynslu sína fær barnið á útigangi með misjöfn-
um félögum. Úr slíku umhverfi koma oft illa þroskuð börn
í skólann, en fyrir hann er það miklum erfiðleikum bund-
ið að bæta eftir á úr orðinni vanrækslu. Löngu áður en