Menntamál - 01.04.1957, Page 32

Menntamál - 01.04.1957, Page 32
18 MENNTAMAL og hefði samkvæmt vitsmunaþroska sínum átt opna leið til æðstu mennta, en hann yfirgaf barnaskólann ólæs að kalla. Ég kynntist honum fyrst, þegar hann var 11 ára, og sá hann aðeins í fáein skipti. Foreldrar hans höfðu ekki trú á tímafrekri aðgerð. Ég sá hann þó aftur nokkrum ár- um seinna, vegna þess að hann var flæktur í þjófnað. Einnig í þetta skipti höfðu foreldrarnir ráðstafað honum eftir eigin geðþótta. Síðan sá ég hann ekki. En hérna er dálítil saga, sem skólastjóri hans sagði mér og lýsir vanda drengsins betur en fátækleg frásögn mín. Drengurinn kom oft til hans og bað um að fá lánaða bók heim, sem hann líka fékk. Skólastjórinn hélt, að drengurinn væri sérlega bókhneigður og sílesandi. Hann skilaði líka bók- unum reglulega og fékk nýjar að láni. Skólastjórinn átti engin orð yfir undrun sína, þegar hann fékk að vita, að drengurinn var ólæs. Ég kom á heimili þessa drengs og athugaði þar margt og spurði. Þegar ég hafði lokið erindi mínu, segir móðirin við drenginn. „Ætlar þú ekki að sýna honum bækurnar þínar?“ Hálfnauðugur, dálítið feiminn og vandræðalegur, dró drengurinn fram dívan, sem hann svaf á, og sýndi mér vænan stafla af bókum, sem hann geymdi undir honum. Foreldrar hans sögðu mér, að hann- óskaði sér alltaf bóka, ef hann ætti að fá gjöf, t. d. á af- mæli eða jólum. Hneigðin til bókarinnar er augljós, en sál- rænt áfall lokaði leiðinni. Hann skildi við skólann með ban- væn vonbrigði í barnslegri sál, með hugann æstan af freist- ingum og örvilnaðan af iðrun. Ég álít, að vel hefði verið hægt að hjálpa þessum dreng. En meðan engin slík starf- semi er skipulögð við skólana, ráða foreldrarnir því einir, hvort þeir leita til sálfræðings með barn sitt eða ekki. Jafn frjálst er þeim að taka barnið úr hálfnaðri aðgerð. Börn verða fyrir margs konar áföllum: af slysförum, sjúkdómum og óhollum kynnum af framferði fullorðinna. Hér á landi fæðist fjórða hvert barn óskilgetið og fjöldi barna hefur engin kynni af föður sínum á uppvaxtarár-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.