Menntamál - 01.04.1957, Page 35
MENNTAMÁL
21
Af þessu verður ljóst, að kostnaðurinn getur ekki
staðið í vegi fyrir því, að sálfræðiþjónustu verði komið
á í barnaskólum, ef við aðeins losum okkur við þá kreddu,
að það sé ógætilegri fjármálastjórn að stofna nýjan út-
gjaldalið en að auka viðtekinn kostnað eftir þörfum.
(Heildarkostnaður við menntamál jókst frá árinu 1955
til 1956 um níu og hálfa milljón króna). Við getum ekki
látið okkur á sama standa, hvaða fræðslu- og uppeldis-
árangri við náum með börnunum. Slíkt væri óréttlætan-
legt, bæði frá fjárhags- og mannúðarsjónarmiði. Þó að
vel gangi og ágætlega með meginþorra skólabarna, skipta
hin hundruðum og jafnvel þúsundum, sem af einni eða
annarri ástæðu eiga við erfiðleika að stríða í skólanámi.
Án sérstakra aðgerða verður eftirtekjan þeirra vegna af
fræðslukostnaðinum oft harla lítil. í slíkan leka glatast
miklir fjármunir — og það sem dýrmætara er: sjálfs-
traust og sálræn heilbrigði fjölmargra barna- og ung-
linga. Er ekki nokkuð til vinnandi að draga úr þessu
tjóni?
En þegar sálfræðiþjónustu verður hrundið í fram-
kvæmd, þarf að velja henni form, sem tryggi hinn bezta
fáanlega árangur með minnsta mögulega kostnaði. Því vík
ég með nokkrum orðum að nauðsyn ákveðins skipulags.
2. SKIPULAG SÁLFRÆÐIÞJÓNUSTU
í BARNASKÓLUM.
Eins og læknirinn verður sálfræðingurinn að kapp-
kosta að beita við starf sitt reyndum og viðurkenndum
aðferðum. En þó að margar rannsóknaraðferðir sálar-
fræðinnar á einstaklingsbundnum afbrigðum séu alþjóð-
legar og eigi því við óbreyttar í hverju landi, eru mikil-
vægar aðferðir, sem beitt yrði við sálfræðiþjónustu í skól-
um, þeim annmarka háðar, að fyrst þarf að prófa þær á
islenzkum börnum og samræma þær íslenzkri menningu