Menntamál - 01.04.1957, Page 36
22
MENNTAMÁL
og staðháttum. Það verk er allt of mikið til þess, að hver
einstakur sálfræðingur vinni það handa sér einum. Þeir
verða að vinna það í sameiningu og notfæra sér við það
þá reynslu, sem smám saman fæst í hinu hagnýta starfi.
Til þess að þetta geti orðið, þarf sálfræðiþjónustan öll
að vera undir sameiginlegri stjórn. Hún þarf að eiga sér
eins konar miðstöð, sem fylgist með nýjungum í sálfræði-
þjónustu annarra landa, útvegi nauðsynleg tæki og bæk-
ur, skapi sálfræðingum skilyrði til samstarfs og geri þeim
kleift að draga heildarniðurstöður af þeirri reynslu, sem
aflast í starfinu. Sú miðstöð á að vera í Reykjavík, enda
er auðvelt að ná þaðan til svæðis, sem ca. % hlutar lands-
manna búa á. Fyrir forgöngu og samkvæmt skipulagningu
þessarar miðstöðvar eiga sálfræðingar að búa í hendur
sér þau gögn, sem þeim eru nauðsynleg við sálfræðiþjón-
ustu í skólum.
í stórum dráttum skipuleggja allar þjóðir sálfræði-
þjónustu sína á þennan hátt, þó að hinum einstöku þátt-
um séu gefin ólík heiti og nokkur munur verði á ytra borði.
Hinn fræðilega þátt starfsins, að semja og staðla (stand-
ardisera) ýmisleg próf og vinna úr því efni, sem sálfræð-
ingar safna í starfi sínu í skólunum, annast annað hvort
sálfræðistofnanir háskólanna eða sérstökum stofnunum
er komið á fót í því skyni. Sem dæmi má nefna, að há-
skólarnir í Hamborg og Leipzig — nánar sagt, sálfræði-
stofnanir þessara háskóla — höfðu um langa hríð for-
göngu í stöðlun greindarprófa, starfshæfniprófa og sltap-
gerðarprófa. Síðastliðin ár hefur háskólinn í Múnchen
unnið að stöðlun hinna frægu greindarprófa Terman’s,
sem ég hef einnig stuðzt mjög við í stöðlun greindarpróf-
kerfis handa íslenzkum börnum. Loks má minna á, að
Terman-prófin sjálf voru samin og stöðluð í sálfræði-
stofnun Stanford-háskólans.
Með smærri þjóðum, þar sem háskólar með sálfræði sem
kennslugrein eru fáir og áherzlan hvílir fremur á kennslu