Menntamál - 01.04.1957, Page 37
MENNTAMÁL
28
en rannsóknum, verður þessu skipulagi naumast við kom-
ið. Þá virðist heppilegra að stofna sérstaka miðstöð fyr-
ir þá hagnýtu rannsóknarstarfsemi, sem sálfræðiþjón-
ustan þarfnast. Því hafa Danir t. d. komið sér upp sér-
stakri stofnun, Danmarks pædagogiske forskningsinstitut,
sem ætlað er að annast margvíslegar rannsóknir í þágu
sálfræðiþjónustu í skólum og búa gögn í hendur þeirra
manna, sem að henni vinna. Þessi unga og glæsilega stofn-
un hefur þegar tekið til starfa við mjög aðkallandi verk-
efni, sem falla beinlínis inn í sálfræðilega þjónustu eða
styðja að henni. Það skiptir e. t. v. ekki miklu máli, hvor
leiðin er farin. Aðalatriðið er það, að undirbúningur próf-
gagna og rannsóknaraðferða, sem sálfræðiþjónusta í skól-
um þarfnast, haldist í hendur við hagnýtt starf í skólunum
og fræðilega hagnýtingu þeirrar reynslu, sem ávinnst í
starfinu. Til þess er nauðsynlegt að starfsemin öll verði
skipulögð sem heild. Sálfræðiþjónusta í skólum þarf að
eiga sér miðstöð, hún verður að lúta stjórn sérfræðilega
menntaðra manna, rétt eins og heilbrigðisþjónustan.
Stjórnandi sálfræðiþjónustunnar verður að hafa yfirsýn
yfir starfið, hann á að skipuleggja það í stórum dráttum
og bera ábyrgð á því.
Hitt er aftur á móti mikið vandamál, hvernig haga skuli
starfinu í hinum mörgu og dreifðu skólum okkar strjál-
býla lands. Sú leið, að hver skóli eða fræðsluhérað hefði
sálfræðing sérstaklega í sinni þjónustu, virðist ófær af
kostnaðarástæðum. Mér sýnist eðlilegast að skipuleggja
sálfræðiþjónustu í skólum á sömu lund og námsstjórastarf-
ið, þ. e. að ráða sálfræðing til starfa á ákveðnu svæði eða
umdæmi. Til hans gætu skólastjórar snúið sér með vand-
kvæði í námi eða hegðun barna, sem þeir þyrftu aðstoðar
við, en auk þess ætti sálfræðingurinn að ferðast milli
skóla, eftir því sem þörf þætti á. Þannig gæti hann t. d.
prófað skólaþroska barna, sem væru að nálgast skóla-
skyldualdur, gert nauðsynlegar rannsóknir á börnum, sem