Menntamál - 01.04.1957, Side 43

Menntamál - 01.04.1957, Side 43
MENNTAMÁL 29 loks að samkomulagi milli stjórna félaganna, að Félag menntaskólakennara sendi mann á þingið sem fulltrúa beggja félaganna. Það varð loks að ráði, að ég færi ferð- ina. Til ferðarinnar veitti Menntamálaráðuneyti Islands ríflegan styrk. En auk þess lögðu Skólasjóður Menntaskól- ans í Reykjavík og Samband íslenzkra barnakennara fram nokkurt fé til fararinnar. Öllum þessum aðiljum kann ég þakkir fyrir veittan fjárstyrk og stjórnum félaganna fyrir að gera mér kost á að fara ferðina. Mánuði áður en ég lagði af stað til Filippseyja var lands- mót menntaskólakennara haldið í Reykjavík. Það mót sóttu þrír erlendir skólamenn, einn frá Danmörku, annar frá Noregi, hinn þriðji frá Svíþjóð. Norska manninn, K. B. Sollesnes, rektor í Osló, þekkti ég frá árinu 1953, er ég sótti landsmót norskra menntaskólakennara, er það ár var haldið í Stafangri. Er Sollesnes var hingað kominn í vor, tjáði hann mér, að hann ætlaði að sitja þing Heims- sambands kennara í Manilu sem fulltrúi norskra mennta- skólakennara. Við höfðum þegar orð á því, hvort við gæt- um ekki orðið samferða. En Sollesnes hafði þegar ákveðið að fara vestur til Filippseyja og þaðan áfram um Asíu og Evrópu, þ. e. kring um jörðina. Hins vegar hafði ég ákveðið að fara austurleiðina og sömu leið heim aftur, þar eð hún var nokkru skemmri, og var gjaldeyrir sá, er ég hafði fengið, miðaður við þá leið. En áður en Sollesnes fór frá Reykjavík, hafði fræðslumálastjóri lofað að hlutast til um, að ég fengi þann gjaldeyri, sem á vantaði til þess, að ég gæti farið vesturleiðina og orðið samferða Sollesnes. Við Sollesnes bundum það nú fastmælum að gerast samferða- menn og fóstbræður á hinni löngu ferð til Austurlanda og vorum báðir himinlifandi. Að vísu sáum við, að við gætum ekki orðið saman alla ferðina, því að Sollesnes tjáði mér, að hann yrði að hverfa heim, áður en þinginu í Manilu lyki að fullu, því að hann yrði að sitja landsmót norskra menntaskólakennara, sem halda ætti í Þránd-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.