Menntamál - 01.04.1957, Síða 43
MENNTAMÁL
29
loks að samkomulagi milli stjórna félaganna, að Félag
menntaskólakennara sendi mann á þingið sem fulltrúa
beggja félaganna. Það varð loks að ráði, að ég færi ferð-
ina. Til ferðarinnar veitti Menntamálaráðuneyti Islands
ríflegan styrk. En auk þess lögðu Skólasjóður Menntaskól-
ans í Reykjavík og Samband íslenzkra barnakennara fram
nokkurt fé til fararinnar. Öllum þessum aðiljum kann ég
þakkir fyrir veittan fjárstyrk og stjórnum félaganna fyrir
að gera mér kost á að fara ferðina.
Mánuði áður en ég lagði af stað til Filippseyja var lands-
mót menntaskólakennara haldið í Reykjavík. Það mót
sóttu þrír erlendir skólamenn, einn frá Danmörku, annar
frá Noregi, hinn þriðji frá Svíþjóð. Norska manninn, K.
B. Sollesnes, rektor í Osló, þekkti ég frá árinu 1953, er ég
sótti landsmót norskra menntaskólakennara, er það ár
var haldið í Stafangri. Er Sollesnes var hingað kominn í
vor, tjáði hann mér, að hann ætlaði að sitja þing Heims-
sambands kennara í Manilu sem fulltrúi norskra mennta-
skólakennara. Við höfðum þegar orð á því, hvort við gæt-
um ekki orðið samferða. En Sollesnes hafði þegar ákveðið
að fara vestur til Filippseyja og þaðan áfram um Asíu og
Evrópu, þ. e. kring um jörðina. Hins vegar hafði ég ákveðið
að fara austurleiðina og sömu leið heim aftur, þar eð hún
var nokkru skemmri, og var gjaldeyrir sá, er ég hafði
fengið, miðaður við þá leið. En áður en Sollesnes fór frá
Reykjavík, hafði fræðslumálastjóri lofað að hlutast til um,
að ég fengi þann gjaldeyri, sem á vantaði til þess, að ég
gæti farið vesturleiðina og orðið samferða Sollesnes. Við
Sollesnes bundum það nú fastmælum að gerast samferða-
menn og fóstbræður á hinni löngu ferð til Austurlanda
og vorum báðir himinlifandi. Að vísu sáum við, að við
gætum ekki orðið saman alla ferðina, því að Sollesnes
tjáði mér, að hann yrði að hverfa heim, áður en þinginu í
Manilu lyki að fullu, því að hann yrði að sitja landsmót
norskra menntaskólakennara, sem halda ætti í Þránd-