Menntamál - 01.04.1957, Page 44
30
MENNTAMAL
heimi um miðjan ágúst. — Áður en við skildumst, ákváð-
um við að hittast annaðhvort á Reykjavíkurflugvelli eða í
New York. Áttum við eftir það bréfaskipti um ferðalagið,
og varð það loks úr, að við skyldum hittast í New York
miðvikudaginn 25. júlí og verða síðan samferða alla leið
til Filippseyja.
Ég tel mér það hið mesta happ, að Sollesnes skyldi verða
samferðamaður minn í þessari löngu ferð. Honum á ég
það fyrst og fremst að þakka, að ég lagði leið mína um
Bandaríkin og Hawaieyjar, og honum á ég það einnig að
þakka, hve ferðin varð ánægjuleg og auðug að góðum
minningum.
II.
Ég steig upp í flugvél á Reykjavíkurflugvelli að kveldi
laugardagsins hins 21. júlímánaðar, og var New York
ákvörðunarstaður þeirrar vélar. Þetta var fyrsta, en ekki
síðasta flugvélin, sem ég ferðaðist í, því að ég hafði þeg-
ar í fórum mínum flugfarseðla fyrir alla leiðina frá
Reykjavík — um New York, — Los Angeles, — Honolulu,
— Manilu, — Saigon, — Bankok, — Karachi, — Te-
heran, — Róm, — París, — Amsterdam, — London, — til
Reykjavíkur aftur. Til New York kom ég næsta morgun,
sunnudaginn 22. júlí. Þaðan hélt ég til Washington, —
hafði ákveðið að sjá mig þar um, meðan ég biði eftir
Sollesnes, sem enn var ókominn austan um haf. Ég tel
skylt að geta þess, að í Washington naut ég fágætrar
fyrirgreiðslu og gestrisni Kennarafélags Bandaríkjanna
(National Education Association of the Unated States).
En það félag hefur voldugar bækistöðvar í þeirri borg,
þar sem margvísleg félags- og menningarstarfsemi fer
fram. Til New York fór ég aftur miðvikudaginn 25.
júlí. Þá var þangað kominn Sollesnes, vinur minn og
félagi, sem flogið hafði vestur um haf daginn áður. Með
okkur varð nú mikill fagnaðarfundur. Tveir norrænir