Menntamál - 01.04.1957, Page 46

Menntamál - 01.04.1957, Page 46
32 MENNTAMAL að hlaupið var yfir einn dag, þriðjudaginn 31. júlí, þegar flogið var vestur yfir 180. lengdarbauginn. Á leiðinni milli Honolulu og Manilu var komið við á tveim smáeyjum, Wake og Guam, sem oft var getið í stríðsfréttum í heims- styrjöldinni síðari. Reistu Japanar, sem kunnugt er, bæki- stöðvar á eyjum þessum, er þeir höfðu hernumið Hawai- eyjar og Filippseyjar. Flugvélin var lent í Manilu. Við vorum komnir inn í af- greiðslusal flugvallarins. í mannfjöldanum komum við brátt auga á þrjú ungmenni, tvær meyjar og einn svein, sem héldu hópinn og öll báru merki Heimssambands kenn- ara í barminum. Þau voru greinilega að litast um eftir ein- hverjum. Við þóttumst vita, að þau hefðu verið send til að taka á móti okkur, og gáfum okkur fram við þau. Þetta reyndist rétt vera. Hlýlegt handtak þeirra og alúðlegt — en ofurlítið feimnislegt — bros þeirra sannfærði okkur um, að við vorum staddir meðal vina, þótt við værum í ókunn- um og fjarlægum heimshluta. Klukkan var 15 sama dag. Við höfðum þegar komið okk- ur vel fyrir í stóru, vistlegu og loftkældu herbergi uppi á 3. hæð í Hotel Manilu. Eftir hálfa klukkustund skyldi hátíðleg setning þingsins fara fram í löggjafarþinghúsi Filippseyinga, fundarsal neðri deildar. Við höfðum fengið okkur bað og matazt og vorum nú hinir hressustu, þótt mjög væri heitt í veðri og allt væri þvalt og stamt viðkomu af raka. Úti fyrir aðaldyrum gistihússins biðu stórar bif- reiðar, er flytja skyldu fulltrúana á þingstaðinn. Mér var sagt, að stuttur spölur, varla stundarfjórðungs ganga, væri til þinghússins. Fýsti mig því að fara þangað gang- andi. Mér var ráðið frá því, var tjáð, að bráðum færi að rigna. Þetta reyndist rétt. Við vorum varla sloppnir inn í salinn, er glóðvolgt regnið tók að fossa úr loftinu. Ég sagði: fossa, — ekkert regn hér á norðurslóðum líkist hitabeltisregni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.