Menntamál - 01.04.1957, Qupperneq 48
34
MENNTAMAL
sambandsins, dr. Ronald Gould. Að því búnu lék hljóm-
sveitin enn, og var þá setningu þingsins lokið. Setningar-
athöfninni stjórnaði Ricardo Castro, framkvæmdastjóri
og féhirðir Kennarafélags Filippseyja.
Eftir kvöldverð sóttu þingfulltrúar hljómleika- og þjóð-
dansasamkomu, sem Kvennaháskóli Filippseyja bauð þeim
til og annaðist í húsakynnum háskólans.
Næstu tvo daga, fimmtudaginn 2. ágúst og föstudaginn
3. ágúst, fóru fram regluleg fundarstörf. Áttu þingfull-
trúar annríkt, því að fundir stóðu frá kl. 9—12 og 14—17
báða dagana og margir urðu að sinna nefndarstörfum milli
funda. Fyrra daginn snæddu fulltrúarnir hádegisverð,
sem Filippseysk-bandaríska tryggingafélagið bauð þeim
til. Að kveldi sama dags hafði Kennaraháskóli Filippseyja
boð inni fyrir fulltrúana í húsakynnum skólans. Þágu
fulltrúarnir þar veitingar og horfðu á þjóðdansasýningu.
Næstu tvo daga, laugardaginn 4. ágúst og sunnudaginn
5. ágúst, var gert hlé á fundarstörfum, en þeim dögum
varið til kynningar- og skemmtiferðar norður eftir Luzon-
ey allt til fjallaborgarinnar Baguio, sem mun vera um
350 kílómetra norður frá Manilu. Um ferð þessa sá Kenn-
arafélag Filippseyja og kostaði hana að öllu leyti. Með því
að hún þótti bæði fróðleg og ánægjuleg, verður hér skýrt
nánar frá henni.
Laugardagsmorguninn hinn 4. ágúst risu menn snemma
úr rekkju í Hotel Manilu, snæddu árbít og stigu síðan upp
í fjölmennisvagna, sem biðu þeirra úti fyrir dyrum gisti-
hússins. Þegar komið var út fyrir Manilu, sem hefur um
1,5 milljónir íbúa og er því allvíðáttumikil borg, blöstu
við augum manna hinar víðu lendur Luzon-eyjar. Fram
með veginum, sem var malbikaður og rennisléttur, voru
víðast ræktarlönd, þar sem sykurreyr, hampjurt, tóbaks-
jurt eða rísgrjónaöx bærðust fyrir heitum andvaranum.
Stundum lá vegurinn gegnum smábæi og þorp eða fram
hjá einstæðum bóndabýlum. Hús þorpanna og bóndabæj-