Menntamál - 01.04.1957, Page 49

Menntamál - 01.04.1957, Page 49
menntamál 35 anna voru sum nýleg eða ný, með vestrænu sniði, en miklu víðar gat að líta hina eldri gerð húsa, bambus- eða leir- kofa með stráþaki. Hús, sem standa lágt, eru oft reist á stólpum, oft svo háum, að meira en manngengt er undir gólf. Mun það gert til að varna því, að vatn flæði inn í þau um regntímann. Við og við lá vegurinn um skóga, ýmist stórvaxna skóga, þar sem margs konar dýrmætur harðviður dafnar, eða þétta flækju vafningsviðar og kjarr- gróðurs, sem engum manni er fært um. Nokkru fyrir há- degi var ekið fram hjá akri, þar sem dálítill hópur manna var að planta út rísgrjónum. Bifreiðarnar voru stöðvaðar, og menn stigu út til að geta virt þessi vinnubrögð fyrir sér. Sáð er til rísgrjónanna í stíur, plönturnar látnar vaxa þar, unz þær eru 10—15 sentímetra háar. Síðan eru þær gróðursettar í akurinn og taka þar út fullan þroska. Rís- grjónaakur sá, sem þarna gat að líta, var hulinn grunnu vatni eins og allir aðrir rísgrjónaakrar, sem ég sá. Stóð því fólkið í vatni og leðju upp í mjóalegg við vinnu sína. En fólkið hefur sjálfsagt ekki þurft að óttast ofkælingu eða kvef, því að vatnið var ylvolgt. Eftir þetta var haldið áfram langa hríð, unz staðnæmzt var í bænum Bayambang nokkru eftir hádegi. Þar hafði kennarafélag Pangasínan-héraðs fyrirbúið gestunum hin- ar ágætustu og virðulegustu móttökur. Skrauthlið hafði verið reist yfir veginn heim að skólahúsi því, sem móttök- urnar fóru fram í. Múgur og margmenni hafði safnazt saman við húsið, þar á meðal mikill fjöldi skólabarna. Við framhlið hússins höfðu verið sett upp borð, hlaðin mat- föngum, ávaxtasafa, kaffi, tei og öðru góðgæti. En inni í kennslustofunum hafði verið efnt til sýningar á handa- "vinnu, smíðisgripum og námsúrlausnum nemenda. Margt gat þar að líta, sem mér þótti bera vitni um haga hönd og fíka listhneigð. En því miður hafði ég of lítinn tíma til að virða þessa hluti svo fyrir mér sem vert var. — En mesta aðdáun mína — og furðu — vakti framkoma og fas
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.