Menntamál - 01.04.1957, Qupperneq 50
36
MENNTAMÁL
barnanna, sem stóðu úti fyrir húsinu í þéttum hóp. Mig
hafði aldrei órað fyrir, að svo stór hópur barna, sem virt-
ust vera á aldrinum 8—12 ára, gæti komið svo prúðmann-
lega og fallega fram sem þessi hópur gerði. Ekki var þó
að sjá, að börnin væru undir neinum sérstökum aga eða
gæzlu þessa stund. Þau voru hýrleg á svip, en ofurlítið
feimin, ef ókunnugir ávörpuðu þau. Hróp, hrindingar og
kerskilegt orðbragð virtist óþekkt fyrirbæri meðal þess-
ara barna.
Síðar um daginn heimsóttu fulltrúarnir tvo aðra skóla,
barnaskóla og iðnskóla. Móttökur á báðum stöðum voru
hlýjar og alúðlegar, en viðstaðan of stutt til þess, að ég
gæti áttað mig verulega eða eignazt minningar um það,
sem bar fyrir augu. Viðstaðan í síðara skólanum átti að
verða alllöng. En jafnvel í hitabeltinu getur veður breytt
áætlunum manna. Fararstjóri lét stöðva bifreiðarnar, þeg-
ar komið var að þvervegi, um tveggja kílómetra löngum,
sem lá heim að skólanum um dimman, þykkan skóg. Það
varð að samkomulagi, að allir gengju þennan spöl. En
þegar sá hópur, sem ég var í, hafði gengið um 10 mínútur,
tók að rigna. Vatnið fossaði úr loftinu. Vér leituðum
skjóls undir gólfi stólpahúss nokkurs, sem var á næstu
grösum, og hímdum þar, unz ein bifreiðin kom og hirti
oss upp. Gegndrepa vorum vér orðnir, áður en vér kom-
umst í þetta afdrep. Það gerði oss að vísu ekkert til í bili,
því að heitt var í veðri þrátt fyrir regnið. Vér — og
flestir hinir ferðalangarnir — komumst að vísu heim að
skólanum, en regnið hafði gert allt skipulag að engu og
áhuga manna í þokkabót.
Eftir þetta var haldið viðstöðulaust til Baguio. Ferðin
sóttist vel. Um það leyti, sem myrkrið skall á, tóku við
langar, brattar brekkur. Vegurinn lá í ótal bugðum upp
eftir hlíðum fjalllendis þess, er Baguio stendur í. Kvöldið
var niðdimmt, því að himinninn var regnþungur. Vér
tókum að kenna nokkurs svala, sem æ jókst eftir því, sem