Menntamál - 01.04.1957, Qupperneq 52
38
MENNTAMÁL
stað fólki, sem hinn raki hiti láglendisins hefur svipt
vilja og framtaki — eða jafnvel heilsunni. f þessari borg
situr ríkisforseti og ríkisstjórn nokkurn hluta ársins. f
þessari borg er fjöldi sjúkrahúsa og hressingarhæla. Til
þessarar borgar leitar heilsubilað fólk. Til hennar liggur
mikill straumur ferðamanna.
Er vér höfðum snætt morgunverð í ágætu gistihúsi,
var oss ekið um borgina og sýnt allt það, er markverðast
þótti. Margir fóru í búðir og skoðuðu varning þann, er
fram var boðinn, og keyptu hina og aðra smámuni. Hinn
ljúfi, hæfilegi svali og hin heillandi fegurð umhverfis-
ins gerðu menn glaða og öra þessa unaðslegu morgun-
stund. Um hádegisbil kvöddum vér með söknuði þessa
fögru og fágætu Austurlandaborg, sem ber þó að mjög
takmörkuðu leyti austurlenzkan svip. Að því búnu var
haldið áleiðis til Manilu. í Tarlac var snæddur málsverð-
ur, sem kennarafélag þess staðar hafði boðið oss til. Fóru
fram ræðuhöld og annar gleðskapur, meðan á máltíð stóð.
Síðan var haldið stanzlaust áfram, unz komið var til Man-
ilu í rigningu og myrkri um kveldverðarleyti.
Næstu tvo daga, mánudaginn 6. ágúst og þriðjudaginn
7. ágúst, hélt þingið enn áfram. Fyrra daginn voru fundir
frá kl. 9—12 og 13.30—15.30. En kl. 16.30 þann dag tók
forseti Filippseyja móti þingheimi. Síðara daginn var
fundur frá 9—12, síðasti almenni fundurinn, en hátíðleg
þingslit kl. 16.
Þingslitaathöfnin hófst með hljóðfæraslætti, sem Her-
hljómsveit Filippseyja annaðist. Þá hélt aðalritari heims-
sambandsins, dr. William G. Carr, ræðu. Því næst talaði
menntamálaráðherra Filippseyja, Gregorio Hernandez. Þá
talaði forseti heimssambandsins, Ronald Gould. Loks var
leikinn þjóðsöngur Filippseyja. Athöfninni stjórnaði Ric-
ardo Castro, framkvæmdastjóri og féhirðir Kennarafélags
Filippseyja.
Þar með var lokið fimmta þingi Heimssambands kenn-