Menntamál - 01.04.1957, Síða 53
MENNTAMÁL
39
ara, hinu fyrsta, sem haldið hefur verið utan Evrópu. Svo
skörulega og virðulega önnuðust Filippseyingar þetta
þinghald og svo hjartanlega komu þeir fram við oss, hina
erlendu fulltrúa, að þeim þjóðum, sem framvegis eiga
eftir að annast þinghald sambandsins, er mikill vandi á
höndum. Hinir erlendu fulltrúar kvöddu hina filippseysku
starfsbræður fullir aðdáunar og þakklætis. Þeir voru þakk-
látir fyrir þá stórmennsku og rausn, sem þeim hafði verið
sýnd, og fyrir tækifærið, sem þeim hafði veitzt til að kynn-
ast þesari gáfuðu, framsæknu, en hjartahlýju menningar-
þjóð, sem nú skipar virðulegan sess við hlið annarra
frjálsra menningarþjóða, þótt barátta hennar gegn fá-
fræði og örbirgð eigi sér aðeins hálfrar aldar sögu.
Eftir því, sem mér skildist af viðtali við nokkra mennt-
aða Filippseyinga, eru Filippseyingar nú yfirleitt á einu
máli um, að Bandaríkjamenn, sem fóru með æðstu stjórn
lands þeirra frá 1902—1946, hafi stutt þá og leitt drengi-
lega í þessari baráttu og engin önnur þjóð hafi búið við
svo ágæta nýlendustjórn sem þeir, — ef nefna bæri yfir-
ráð Bandaríkjamanna í Filippseyjum því nafni.
Miðvikudaginn hinn 8. ágúst, um náttmálaskeið, steig
ég upp í franska flugvél á flugvellinum í Manilu. Einn
míns liðs lagði ég af stað heimleiðis, því að Sollesnes, vin-
ur minn, var farinn fyrir tveim dögum. Vélin kom við á
nokkrum stöðum á leið sinni norðvestur um Asíu. Heilu
og höldnu lenti hún í Rómaborg aðfaranótt föstudagsins
hins 10. ágústmánaðar. Þar varð ég eftir, lengra var ferð-
inni ekki heitið í bili, enda var nú skammt heim.
Framh.