Menntamál - 01.04.1957, Blaðsíða 66
52
MENNTAMAL
getið, tók IJNESCO til starfa í lok heimsstyrjaldarinnar
síðari, sem hafði m. a. haft í för með sér mikil spjöll á
margs konar menningarverðmætum. Beindist starf stofn-
unarinnar þá að því að bjarga því, sem bjargað varð, og
miðla einu ríki af því, sem önnur gátu í té látið. Bækur
voru gefnar og hvers konar kennslutæki. Á fyrsta starfs-
ári sínu er talið, að UNESCO hafi haft milligöngu um
dreifingu á gjafabókum fyrir um eina milljón dollara. En
í stríðslöndunum hafði mikið af bókum og bókasöfnum
verið eyðilagt. í Póllandi var talið, að ekki væri auðfund-
in ein einasta bók á máli landsmanna. Þeim hafði verið
svo að segja gereytt.
UNESCO hefur látið sér annt um að varðveita hvers
konar menningarverðmæti svo sem sögufrægar bygging-
ar, kirkjur, musteri, minnismerki, málverk og önnur
listaverk. Stofnunin hefur auðvitað eigi talið sig þess um-
komna að gerast verndari allra hinna óteljandi menning-
arverðmæta um gervallan heim, en hún hefur eftir föng-
um látið í té sérfræðilega aðstoð við varðveizlu þeirra.
Hefur stofnunin, að beiðni hlutaðeigandi landa, sent sér-
fræðinga þessarra erinda til Belgíu, Frakklands, Portugal,
Peru, Bulgaríu, ísrael, Sýrlands og Líbanon. Tvö síðast-
nefndu löndin hafa t. d. beðið um sérfræðilega aðstoð við
að skipuleggja þar borgir eftir kröfum nútímans, án þess
að spillt verði fornfrægum byggingum.
Árið 1952 gerði UNESCO frumdrög að alþjóðasam-
þykkt um verndun menningarverðmæta á ófriðartímum.
Tveim árum síðar var frumvarp þetta undirritað í Haag
af 50 þjóðum, og gekk það í gildi 7. ágúst 1956. Með sam-
þykkt þessari er ætlazt til, að sögulegar byggingar, bóka-
söfn, listasöfn og önnur söfn o. fl., njóti sömu hlífðar á
styrjaldartímum og sjúkrahús njóta nú. Ráðstefnan í Delhi
ræddi og samþykkti sérstaka áskorun um verndun menn-
ingarverðmæta á styrjaldarsvæði ísraelsmanna og Egypta
og í Ungverjalandi.