Menntamál - 01.04.1957, Page 68
54
MENNTAMÁL
mannabúðum í Sýrlandi, Líbanon, Jórdaníu og á Gaza-
svæðinu og miklum fjölda barna þannig sköpuð skilyrði
til skólavistar. Rekstur þessara skóla kostar stórfé ár-
lega. Lætur UNESCO þarna í té sérfræðilega aðstoð.
1 Kóreu-styrjöldinni voru eyðilagðir um 25 þúsund skóla-
ar í landinu. UNESCO hefur tekið þátt í endurreisnar-
starfinu, látið í té kennslutæki, aðstoðað við þjálfun kenn-
ara og stuðlað að stofnun prentsmiðju í Seoul, sem ætlað
er að prenta þær 30 milljónir skólabóka, sem árlega þarf
handa skólabörnum í Kóreu.
Eitt af megináhugamálum UNESCO er, að komið verði
á um allan heim ókeypis skyldunámi fyrir öll börn á skóla-
aldri. En þörfin fyrir bygging skólahúsa og aukna kennslu-
krafta er nálega alls staðar mjög aðkallandi. Þáttur UN-
ESCO í þessu máli er yfirleitt að kynna sér vandamálin
á hverjum stað, eftir því sem við verður komið, láta ríkis-
stjórnum í té sérfræðilegar leiðbeiningar og miðla þeim
af reynslu annarra þjóða.
Forráðamenn UNESCO hafa talið, að námsdvöl og
ferðalög í útlöndum geti verið ein áhrifamesta leiðin til
þess að flytja þekkingu og tækni milli þjóða og til þess að
auka gagnkvæman skilning þjóðanna á högum þeirra og
hugsunarhætti. Stuðlar því stofnunin að skiptiferðum
verkamanna, námsmanna, kennara, æskulýðsleiðtoga o. fl.
milli landa. Sjálf hefur stofnunin látið af hendi rakna
nokkra styrki árlega, aðallega til þess að veita fólki því,
sem á vegum hennar vinnur, tækifæri til aukinnar þjálf-
unar og reynslu. UNESCO gefur út í bókarformi upplýs-
ingar um námsstyrki þá, sem kostur er á um alla veröld,
fjárhæð þeirra, til hvers konar náms þeir eru veittir,
hvert beri að senda umsóknir, o. s. frv.
Að því er náttúruvísindi varðar, þá hefur UNESCO
leitazt við að auka alþjóðlegt samstarf í þeim efnum.
Stofnunin stuðlar að því að auka vísindalega kennslu og
kynna niðurstöður vísindalegra rannsókna. Einnig hefur