Menntamál - 01.04.1957, Page 69
MENNTAMAL
55
verið komið á farandsýningum. UNESCO leitast við að
efla vísindalegar rannsóknir, er miða að því að bæta lífs-
kjör manna.
Sameinuöu þjóðirnar og Matvælastofnunin (FAO) hafa
lagt áherzlu á að gera þyrfti sem mest af hinum miklu
landflæmum jarðarinnar, sem nú eru ekki hagnýtanleg,
nothæf til framleiðslu. Meir en 14 af þurrlendi jarðar
nýtist eigi, og einkum eru sandauðnirnar erfiðar viðfangs.
Margs konar og tímafrekar vísindalegar rannsóknir þurfa
að fara fram, áður en hin réttu ráð kunna að finnast til
þess að breyta þessum landflæmum í arðgæft land eða
a. m. k, að hindra eyðing lands, sem nú er nytjað. Þetta
vandamál er talið varða um 37 þjóðir beinlínis. Engin ein
þeirra getur gert sér vonir um að leysa það, en sameigin-
lega njóta þær árangurs af vísindalegri starfsemi í hverju
landanna um sig. UNESCO greiðir fyrir þessum rannsókn-
um, kynnir niðurstöður þeirra og leiðbeinir um, hvernig
þær verði hagnýttar. Fimm s. 1. ár hefur UNESCO veitt
fjárhagslegan stuðning til rannsóknarstofnana, er vinna
að því að gera slík sandsvæði arðgæf, og í framtíðinni
mun stuðningur við þessar rannsóknir verða aukinn veru-
lega. Rannsóknir á sandauðnum eru meðal þeirra verk-
efna, sem líklegt má telja, að UNESCO beiti sér mjög
fyrir á næstu 5—10 árum.
UNESCO hefur að sjálfsögðu einnig stutt og styður
vísindalegar rannsóknir á öðrum sviðum, svo sem haf-
vannsóknir, og vinnur með aðstoð vísindamanna á mörg-
um sviðum að betri hagnýting auðæfa hafsins.
Samtímis því sem Sameinuðu þjóðirnar veita fjölmörg-
um löndum tækniaðstoð, hefur UNESCO annast mennt-
un manna frá löndum þeim, er aðstoðarinnar njóta, svo
að þeir verði síðan færir um að taka við störfum af sér-
fræðingum, sem Sameinuðu þjóðirnar senda á vettvang.
UNESCO hefur einnig sent leiðbeinendur í ýmsum grein-
um til að örva störf, sem þegar voru hafin, — landbún-