Menntamál - 01.04.1957, Qupperneq 70
56
MENNTAMÁL
aðar- og iðnaðarsérfræðinga til Ceylon og írak, jarðfræð-
inga til Brazilíu og Tyrklands, o. s. frv.
Að því er kjarnorkurannsóknir varðar, þá átti UNESCO
þátt í því, að nokkur lönd komu árið 1952 á fót Evrópu-
stofnun fyrir kjarnorkurannsóknir (European Organiza-
tion for Nuclear Research). Hefur stofnun þessi nú efnt
til rannsóknarstöðvar í Genf, þar sem vísindamenn hvað-
anæva úr Evrópu eiga að geta starfað saman að rannsókn-
um á kjarnorku til friðsamlegra nota. Tólf lönd eru aðilar
að samtökum þessum: Belgía, Sambandslýðveldið Þýzka-
land, Danmörk, Frakkland, Ítalía, Grikkland, Holland,
Svíþjóð, Noregur, Svissland, Bretland og Júgóslavía.
UNESCO heldur uppi skrifstofum til þess að greiða
fyrir samstarfi á sviði vísinda: 1 Montevideo í Uruguay
fyrir Suður-Ameríkuríkin, í Cairo fyrir löndin fyrir botni
Miðjarðarhafs, í Nýju Delhi fyrir Suður-Asíu og í Dja-
karta fyrir Suð-Austur-Asíu. Þessar skrifstofur hvetja
til vísindalegra rannsókna, aðstoða við endurbætur á vís-
indalegri kennslu, hjálpa vísindamönnum til þess að fylgj-
ast með því, sem er að gerast á vísindasviði þeirra í öðr-
um heimshlutum, skipuleggja fyrirlestraferðir, heimsókn-
ir sérfræðinga og gangast fyrir námsskeiðum um ýmis
sérfræðileg efni. Hefur UNESCO átt samstarf við og not-
ið aðstoðar fjölmargra samtaka og stofnana á sviði hug-
armennta („humanistiskra" fræða) og stuðlað að því
að myndað var árið 1949 „International Council for Philo-
sophy and Humanistic Studies". Það hefur síðan 1952
gefið út ritið Diogenes.
I grundvallarreglum UNESCO segir, að tilgangur stofn-
unarinnar sé að stuðla að friði og öryggi með því að efla
samstarf þjóða með fræðslu-, vísinda- og menningarstarf-
semi til þess að auka almenna virðingu fyrir réttlæti, lög-
um og mannréttindum og grundvallarrétti manna til frels-
is, sem staðfestur er í sáttmála Sameinuðu þjóðanna fyrir
allar þjóðir heims, án tillits til kynþáttar, kyns, tungu eða