Menntamál - 01.04.1957, Page 72
58
MENNTAMAL
málum væri lítill gaumur gefinn í starfs- og f járhagsáætl-
un stofnunarinnar fyrir árin 1957 og 1958.
UNESCO hefur látið til sín taka misrétti það, sem menn
búa sums staðar við saJcir litarháttar, og með margvís-
legri upplýsingastarfsemi aukið skilning á því, að öllum
beri sami réttur, án tillits til litarháttar. Afstaða og af-
skipti stofnunarinnar af þessum málum hafa leitt til þess,
að eitt þátttökuríkjanna, Suður-Afríka, hefur tilkynnt úr-
sögn sína úr UNESCO frá og með 31. desember 1956 og
eigi sóttu fultrúar Suður-Afríku ráðstefnuna í Delhi.
UNESCO hefur lagt mikla áherzlu á og náð miklum
árangri í þeirri viðleitni að koma á skiptum prentaðs máls
milli safna og vísindastofnana. í fyrstu var stofnað til
skipti-sambanda milli nokkurra bókasafna. En árið 1955
var tala safnanna orðin yfir 10 þúsund. Stofnanir þessar
eru í meir en 100 löndum. Nú annast 99 miðstöðvar skipti
á ritum vísindalegs efnis frá 3500 stofnunum.
Gjaldeyrisvandræði voru víða mikil eftir stríðið og eru
enn og bækur og kennslutæki ekki alls staðar talin til
brýnna nauðsynja. UNESCO hefur látlaust unnið að því
með alþjóðlegum samningum að ryðja úr vegi margvís-
legum hindrunum, sem eru á andlegum samskiptum þjóða.
Einn slíkur samningur kom til framkvæmda árið 1952 og
felldi niður milli aðildarríkja aðflutningsgjöld af ýmis
konar prentuðu máli, listaverkum, safngripum, kennslu-
tækjum, vísindalegum áhöldum og tækjum, áhöldum
handa blindu fólki, o. fl. í byrjun þessa árs höfðu um 20
ríki gerzt aðilar að samningi þessum.
Þá er þess að geta, að UNESCO hefur frá öndverðu
hvatt mjög til eflingar bókasafna, bæði staðbundinna og
farandbókasafna. í samstarfi við stjórn Indlands kom UN-
ESCO á fót fyrirmyndarbókasafni í Delhi árið 1950, og
síðar á tveimur öðrum stöðum, — í Afríku og Suður-Ame-
ríku. Er skipulag safna þessara rómað, einkum safnsins
í Delhi.