Menntamál - 01.04.1957, Blaðsíða 73
menntamál
59
Þá hefur UNESCO komið á alþjóðlegum samtökum með-
al safna, og unnið að því að almenningur notfæri sér söfn
meir en áður. UNESCO hefur efnt til sýninga á eftir-
myndum af fornum og nýjum málverkum og sent um þorp
og borgir í meir en 60 löndum. Hafa verið gefnar út í sér-
stökum bindum myndir af ýmsum helztu listaverkum
heimsins. — Þá hefur UNESCO tekizt á hendur að gefa
út þýðingar á bókum, sem venjulegir bókaútgefendur
kynnu að hika við að láta þýða og gefa út vegna örðug-
leika á að fá þýðendur Og takmarkaðra sölumöguleika. —
Snemma á þessu ári, eða sjö árum eftir að starf þetta var
hafið, hafði UNESCO gefið út þýðingar á ensku, arabisku,
spænsku, frakknesku og persnesku á ritverkum frá 25
löndum.
Að því er leikhúsmál varðar var myndað „International
Theatre Institution" árið 1948 til þess að koma á alþjóð-
legu samstarfi í leikhúsmálum. Tímaritið „World Theatre“,
sem komið hefur út í sjö ár, fjallar um leiklistarmál víðs
vegar um heim.
Hliðstæðri stofnun, á sviði hljómlistar, „International
Music CounciV var komið á fót árið 1949 með það fyrir
augum að kynna hljómlist, aðstoða við útgáfu tónfræði-
legra rita og örva eldri sem yngri til hljómlistariðkana. —
Hafa þessar stofnanir víðtækt menningarstarf með hönd-
um, hvor á sínu sviði.
UNESCO hefur látið gera nýjan alþjóðlegan sáttmála
um höfundarrétt (Universal Copyright Convention), en
sum ríki hafa verið aðilar að einum slíkum samningi, önn-
ur að öðrum, og nokkur staðið utan við alla slíka samn-
inga. í júnímánuði 1956 höfðu 19 þjóðir fullgilt þennan
nýja samning og væntir stofnunin, að sem flestar þjóðir
gerist aðilar að honum. Samningurinn gekk í gildi 16. sept-
ember 1955. ísland gerðist aðili að samningnum á þessu
ári.