Menntamál - 01.04.1957, Side 79
MENNTAMÁL
65
þjóðlegt gildi, til að efla bókasöfn og önnur söfn, til þýð-
inga o. m. fl. Styrkir eru fyrirhugaðir til þessara alþjóða-
samtaka m. a.: „International Council of Museums“, en
fénu verður m. a. varið til ráðstefna, til starfa sérfræði-
legra nefnda og útgáfustarfsemi, „International Theatre
Institute“, — féð mun verða notað til að kosta alþjóðleg-
ar ráðstefnur, til útgáfu rita um leiklistarmál, til skipti-
ferða leikflokka og leikhússtarfsmanna o. fl., „Internat-
ional Music Council“, — féð mun verða notað til ráðstefna,
til útgáfustarfsemi varðandi hljómlist, til skiptiferða
hljómlistarnema og ungra hljómlistarmanna, til skipta á
hljómlistarefni fyrir útvarp o. fl., „International Union of
Architects“, „International Federation of Library Associ-
ations“, o. fl. — UNESCO hefur auk alþjóðasamningsins
um höfundarétt látið semja alþjóðasamning um verndun
menningarverðmæta á styrjaldartímum, reglur um forn-
leifagröft og keppni á alþjóðavettvangi meðal húsameist-
ara um skipulag borga. Nokkru fé verður að verja til þessa,
t. d. framkvæmdar alþjóða höfundaréttarsamningsins. Á
árunum 1957—58 mun koma út ný útgáfa af skrá um
eftirmyndir af málverkum. UNESCO hefur gefið út 9
bindi með myndum af listaverkum. Þessar myndir hafa
selzt upp á skömmum tíma. Árin 1957—58 munu verða gef-
in út fimm eða sex bindi í viðbót, helguð hinum minna
þekktu listaverkum, bæði frá Austur- og Vesturlöndum.
Stuðlað mun verða að því að gerð verði ein kvikmynd á
ári um heimsþekkt listaverk. Um 20 ferðastyrkir munu
verða veittir 1957—58 handa listmálurum, myndhöggv-
urum, tónskáldum og rithöfundum. UNESCO stuðlar að
þýðingu og útgáfu ýmissa ritverka á einhverju heimsmáli.
Starfsemi þessari mun verða haldið áfram 1957—58, og
m. a. mun verða gefið út sitt hvað af bókmenntum frá
Asíulöndum. Er einnig gert ráð fyrir útgáfu á sígildum
verkum, rituðum á ýmsum tungumálum innan Sovétríkj-
anna. Þá mun 1957—58 verða unnið að undirbúningi á út-