Menntamál - 01.04.1957, Page 87

Menntamál - 01.04.1957, Page 87
MENNTAMÁL 78 stokksins eru úr tré, og eru 2 hvítar pappaskífur á milli þeirra um 4*4 cm breiðar. Á skífunni, sem myndar fram- hlið stokksins, eru 20 göt eða „doppur“ á rauðum grunni. Yfir rauða litinn má svo ýta grænni færanlegri skífu og yfir hana má aftur ýta hvítri færanlegri skífu, þannig að sum götin eða doppurnar geta verið rauðar, aðrar grænar og enn aðrar hvítar eftir vild. Centimetra- og millimetra- mál er á öðrum kanti stokksins þannig stillt, að sé færi- spaði grænu skífunnar færður, svo að ein rauð doppa sjá- ist, þarf að færa spaðann um 1 cm. Færi maður spaðann á 2, 3, eða 4 cm sjást 2, 3, eða 4 rauðar doppur o. s. frv. Þetta auðveldar börnunum að skilja metramálið jafn framt því sem þau læra að skilja, hvað tölustafanúmer sentimetranna þýða. Þó er aðalkostur þessa tækis sá, hve auðvelt er fyrir börn að læra að leggja saman og draga frá tölur, sem eru innan við 20. Setjum svo t. d. að við höfum 6 rauðar doppur og 7 grænar, þá getur barnið talið, að þær eru alls 13 o. s. frv. Þá auðveldar þetta ekki síður skilning barns- ins á frádrætti með lágum tölum upp að 20. Ef barnið ætlar t. d. að draga 8 frá 15, þá lætur það fyrst allar (20) doppurnar vera grænar, en ýtir síðan hvítu skífunni þar til aðeins eru eftir 15 grænar doppur. Því næst ýtir það færispaða grænu skífunnar á töluna 8, þannig að 8 rauðar doppur koma í ljós. Þá er auðvelt fyrir barnið að telja, hve margar grænar doppur eru eftir af 15, þegar 8 grænar voru horfnar. Á þennan hátt getur reikingsnám ungra barna (7—9 ára) bæði orðið auðvelt og skemmtilegt. Auðvitað þarf skólinn að sjá hverju barni fyrir sínum reiknistokk, og kennarinn þarf að hafa stokk af stærri gerðinni til leiðbeiningar. Ég fékk sýnishorn af þessu tæki og reyndi það með góð- um árangri með 7 ára börnum s. 1. haust. Get ég því hik- laust mælt með tæki þessu til reikningskennslu fyrir smá- börn. Þess skal getið, að aftan á reiknistokknum er svo margföldunartaflan frá 1—10, en ekki í tölum, heldur í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.