Menntamál - 01.04.1957, Blaðsíða 87
MENNTAMÁL
78
stokksins eru úr tré, og eru 2 hvítar pappaskífur á milli
þeirra um 4*4 cm breiðar. Á skífunni, sem myndar fram-
hlið stokksins, eru 20 göt eða „doppur“ á rauðum grunni.
Yfir rauða litinn má svo ýta grænni færanlegri skífu og
yfir hana má aftur ýta hvítri færanlegri skífu, þannig að
sum götin eða doppurnar geta verið rauðar, aðrar grænar
og enn aðrar hvítar eftir vild. Centimetra- og millimetra-
mál er á öðrum kanti stokksins þannig stillt, að sé færi-
spaði grænu skífunnar færður, svo að ein rauð doppa sjá-
ist, þarf að færa spaðann um 1 cm. Færi maður spaðann á
2, 3, eða 4 cm sjást 2, 3, eða 4 rauðar doppur o. s. frv. Þetta
auðveldar börnunum að skilja metramálið jafn framt því
sem þau læra að skilja, hvað tölustafanúmer sentimetranna
þýða. Þó er aðalkostur þessa tækis sá, hve auðvelt er fyrir
börn að læra að leggja saman og draga frá tölur, sem eru
innan við 20. Setjum svo t. d. að við höfum 6 rauðar
doppur og 7 grænar, þá getur barnið talið, að þær eru alls
13 o. s. frv. Þá auðveldar þetta ekki síður skilning barns-
ins á frádrætti með lágum tölum upp að 20. Ef barnið
ætlar t. d. að draga 8 frá 15, þá lætur það fyrst allar (20)
doppurnar vera grænar, en ýtir síðan hvítu skífunni þar
til aðeins eru eftir 15 grænar doppur. Því næst ýtir það
færispaða grænu skífunnar á töluna 8, þannig að 8 rauðar
doppur koma í ljós. Þá er auðvelt fyrir barnið að telja, hve
margar grænar doppur eru eftir af 15, þegar 8 grænar voru
horfnar. Á þennan hátt getur reikingsnám ungra barna
(7—9 ára) bæði orðið auðvelt og skemmtilegt. Auðvitað
þarf skólinn að sjá hverju barni fyrir sínum reiknistokk,
og kennarinn þarf að hafa stokk af stærri gerðinni til
leiðbeiningar.
Ég fékk sýnishorn af þessu tæki og reyndi það með góð-
um árangri með 7 ára börnum s. 1. haust. Get ég því hik-
laust mælt með tæki þessu til reikningskennslu fyrir smá-
börn. Þess skal getið, að aftan á reiknistokknum er svo
margföldunartaflan frá 1—10, en ekki í tölum, heldur í