Menntamál - 01.04.1957, Blaðsíða 89
MENNTAMÁL
75
í brotaöskjunni eru 6 hólf 8V2X6V2 cm að stærð, og
sýnir hvert hólf eina einingu (einn heilan). í fyrsta hólfi
er spjald, sem sýnir „einn heilan“, þ. e. fyllir út í hólfið.
Það getur táknað t. d. súkkulaðiplötu, ákveðinn flöt, lítra
eða krónu o. s. frv. Heildirnar tylft eða ár má tákna með
hólfinu, sem hefur 12 spjöld.
Hin 5 hólfin geyma brotaspjöld eða töflur, sem tákna
helminga, þriðjunga, fjórðunga, sjöttunga og tólftunga
úr heild.
Öskjunni fylgir spjald jafnstórt henni sjálfri að flatar-
máli og eru prentuð á það 439 dæmi, sem öll er auðvelt að
reikna með hjálp öskjunnar. Fyrstu dæmin eru léttust, en
smáþyngjast svo.
Notkun öskjunnar:
Hvert barn verður að hafa opna brotaöskju fyrir fram-
an sig á borðinu þannig, að lokið snýr frá nemandanum,
en hólfin að honum. Spjaldið með dæmunum er lagt á inn-
anvert lokið, en reikniheftið hægra megin við öskjuna.
Dæmin á spjaldinu er svo yfirleitt auðvelt að leysa í
hólfunum. Eigi t. d. að stytta *jG, þá eru tekin 4 spjöld úr
sjöttungahólfinu og sett þar í staðinn stærstu spjöld sem
fylla nákvæmlega sama rúm í hólfinu sem hin fyrri (4/0)
gerðu. Til þess þarf þá 2 þriðjunga.
Eigi að leggja saman t. d. y% -(- Vs, er fyrst tekinn helm-
ingur burt af spjöldunum í sjöttungahólfinu og settur þar
helmingur úr öðru hólfi og síðan tekinn þriðjunugur úr
sjöttungahólfinu, sett eitt spjald aftur úr þriðjungahólf-
inu. Þá sést, að þessi 2 spjöld þekja 5/0 af sjöttungahólf-
inu. Einnig mætti gera þetta í tólftungahólfinu. Á þenn-
an hátt verður brotareikningsnámið bæði auðvelt og
skemmtilegt fyrir barnið. Nota má reikningsbók jafn-
framt brotaöskjunni, og getur askjan þá auðveldað barn-
inu að leysa brotin í bókinni á því talnasviði, sem askjan
tekur yfir. Ég fékk sýnishorn af þessari brotaöskju — en