Menntamál - 01.04.1957, Side 91
MENNTAMÁL
77
RANNVEIG LÖVE:
Tornæma barniS.
í hvert sinn, sem við fáum nýjan hóp barna til kennslu,
getum við vænzt þess, að í þeim hópi séu a. m. k. eitt og
oftast fleiri börn, sem dragast aftur úr eða geta ekki notið
kennslunnar á sama hátt og meiri hlutinn. Þetta er eitt
af vandamálum starfsins, sem ber að leysa eftir föngum
um leið og það birtist. Ef hinum næmu börnum er þörf
á handleiðslu og stuðningi kennara, er hinum tornæmu
þörfin brýnni. Þess vegna spyr ég: Hvað gerum við og
hvað getum við gert?
í upphafi verðum við að gera okkur ljósa ábyrgðina,
sem á okkur hvílir. Ég vil kveða svo fast að orði að segja:
Þegar um tornæmt barn er að ræða er ábyrgðin margföld.
Það er ekki einungis að allt þeirra persónulega líf og fram-
tíð byggist að sínu leyti á þeim grundvelli, sem hér er lagð-
ur, heldur er það líka þjóðfélagslegur ávinningur eða tjón,
hvernig til tekst. Þetta er ekki nýr sannleikur, aðeins
sannleikur, sem ávallt ber að hafa í fersku minni.
Samvistir við dugleg börn og kennsla þeirra er sífrjóvg-
andi, þar er gefið og þegið á báða bóga. En í hinu tilfellinu
verður kennarinn að vera við því búinn að hjakka í
sama farinu, án sýnilegs árangurs vikum, jafnvel mánuð-
um saman. Þá dugir ekki eingöngu hin margnefnda þolin-
mæði, sem hverjum kennara er svo nauðsynleg. Þar við
verður að bætast ástúðleg umhyggja fyrir barninu sem
einstakling. Barninu verður að líða vel. Á einhvern hátt
verður að finna þann veg, sem barninu er fær til þroska,
til athafna, til sköpunar, sem er einhvers virði, en þó við
þess hæfi. Getan, þótt í litlu sé, færir ánægju og vellíðan,
og ánægður einstaklingur lifir í friði við umhverfi sitt,