Menntamál - 01.04.1957, Síða 93
MENNTAMAL
79
rík. Okkur kom saman um, að barnið hefði ekki skóla-
þroska, og móðirin samþykkti þá uppástungu mína, að
ég reyndi að láta barninu líða vel í skólanum, en legði
ekki mikið að henni til að byrja með, og vorum við sam-
mála um að vænta ekki mikils árangurs fyrsta skóla-
árið. En barnið var handlagið, og var það mikils virði.
Ég gerði það, sem í mínu valdi stóð, til þess að barnið
yrði ekki vart við, að annars væri af því vænzt en af hin-
um börnunum, og að þau veittu því ekki athygli, að hún
gat minna en flest þeirra. f lestri frá töflu og kórlestri
„fylgdist hún með“, en enginn vissi nema ég, að það
var „bara þykjast“. Prentað gat hún mjög snyrtilega, og
seinna skrifaði hún sæmilega. Lestur fékk hún daglega við
borð mitt, og reyndar fleiri, svo að það var ekki sérlega
áberandi, en verst var þó með reikninginn. Henni gekk vel
að skrifa tölustafi, annað ekki. Þá fann ég litla bók með
fjölda af þekktum hlutum. Þeim var raðað í línur, fyrst
einn, svo tveir og upp í tíu af hverjum hlut. Þessa bók
gaf ég telpunni með samþykki bekkjarins, sem verðlaun
fyrir hreinlæti og snyrtimennsku, og hún mátti reikna
úr henni í hverjum reikningstíma. Hún lærði nú smátt
og smátt að telja og skrifaði samtöluna rétta fyrir aftan
myndirnar, og þegar bókin var á enda, strukum við tölu-
stafina út og byrjuðum á nýjan leik. Mér er óhætt að segja,
að þrátt fyrir litla getu var barnið ánægt í skólanum,
enda sístarfandi, við teikningar ef ekki annað. Tíminn
leið, og loks fór mér að leiðast árangursleysið. Að vísu
hafði ég náð nokkrum árangri á öllum sviðum, en ekki
þeim, sem ég keppti að allan tímann, að barnið yrði læst.
Mig langaði til þess að vita, ef hægt væri, hversu mikils
árangurs væri yfirleitt að vænta hjá þessu barni og hversu
langan tíma ég þyrfti að bíða eftir þessum hámarksárangri.
Með samþykki móðurinnar fór greindarpróf fram. Upp-
lýsingarnar, sem ég fékk, voru þær, að barnið hefði tæp-
lega enn þá skólaþroska (á öðru skólaári). Árangur, sem