Menntamál - 01.04.1957, Side 95
MENNTAMÁL
81
skrópanna fór ég og talaði við móður drengsins. Hún var
vingjarnleg, sagði að drengurinn færi alltaf á réttum tíma
í skólann og hún hefði haldið, að þar væri hann. Ég
spurði, hvort borið hefði á skrópi, áður en hann kom í
þennan skóla. Já, hún varð að viðurkenna, að svo hefði
verið. Ég spurði, hvort fyrri kennarar hefðu ekki reynt
að laga þetta. Jú, jú, þeir höfðu komið og talað við hana
og við drenginn, en án árangurs. Ég sá það strax, að þessi
kona hafði það mörgum hnöppum að hneppa, að í raun-
inni gat hún ekki betur gert en að senda barnið tíman-
lega af stað í skólann í trausti þess, að hann færi þang-
að. Ég sá nóg til þess að skilja, að það hlyti að velta
á mér, hversu færi með B og skólann þennan veturinn.
Ég vil ekki orðlengja þetta frekar, en eftir að ég komst
að raun um, að skrópin voru mest í sambandi við þá
daga, sem kvæðum skyldi skilað eða heimareikningi, þótt-
ist ég vita, að barnið væri hrætt við skólann, hrætt við að
verða sér til skammar. Ég sá um, að það kæmi ekki fyrir,
að hin börnin yrðu vottar að getuleysi hans. Ég hvatti
hann án þess að krefjast og hrósaði honum að hverju
gefnu tilefni. Brátt fór hann að brosa og hætti alveg að
skrópa. Honum var farið að líða vel, hafði vaxandi áhuga
fyrir náminu og þagði ekki lengur, þegar hann vissi
eitthvað.
Um G er þá sögu að segja, að hann var sá, sem olli öllum
óróa og hávaða inni og úti og breytti þar engu um bæn
eða bann. Lestur hans var hikstandi og stirður, þó hafði
ég á tilfinningunni, að í rauninni væri hann betur læs en
virtist. Skrift hans var ólæsileg. Hann var fljótur að
skrifa teksta af töflu, enda aðeins tveir þrír stafir skrif-
aðir úr hverju orði. Ég lét hann lesa tekstann af töflunni,
það gerði hann fljótt og vel og skyldi efnið ágætlega. Ég
lét hann skrifa fyrir mig stafrófið, hann kunni það allt,
en skrifaði illa. Reikningsbókin hans var mér alltaf ráð-
gáta. Dæmin voru á víð og dreif, óregluleg, tölustafirnir