Menntamál - 01.04.1957, Blaðsíða 105
MENNTAMÁL
91
ára aldur, þó að það lýsi sér auðvitað allt öðruvísi. Það
er áreiðanlegt, að þroskinn gengur nú örar fram á öllum
aldri en áður var.
Ef ég ber saman árganginn 1943 hér á Akureyri við
þann, sem ég kenndi á síðastliðnum vetri, er svo mikill
munur á, hversu börnin, sem voru s. 1. vetur, eru stærri og
þroskameiri, að það er ekki sambærilegt. Ég held, að þetta
hafi ekki verið athugað sem skyldi, og þess vegna van-
meta margir getu sex ára barna.
Það mun vera talið, að þessi bráðþroski barnanna stafi
af hinni almennu velmegun, sem hefur verið í landinu á
undanförnum árum; þar sem börnunum hefur verið veitt
allt, sem þau þörfnuðust og meira en það. En af hverju
sem það stafar, er hitt víst, að þessi þroskamiklu börn
þarfnast verkefna. Faðirinn vinnur utan heimilisins, og
móðirin er önnum kafin við heimilisstörfin.
Það verður því smábarnaskólinn, sem leysir vandann
að nokkru, með því að láta barnið hafa létt verkefni við
sitt hæfi.
En eðlilegast er og liggur beinast við að athuga, hvað
hæft er í þessu, með því að kanna niðurstöður á lestrar-
prófunum. Sem dæmi vil ég taka börnin, sem ég kenndi
lestur síðast liðinn vetur. Það er venja hér á Akureyri,
að smábarnaskólanum lýkur með því að börnin fara í
einum hóp upp í barnaskóla, og þar eru þau prófuð af
kennurum barnaskólans.
Haustið 1955 byrjuðu 92 sex ára börn í smábarnaskóla
mínum. Af þeim voru fjögur, sem höfðu bersýnilega ekki
þroska til að vera með, og voru foreldrarnir beðnir um að
láta þau hætta.
Tvö börn hættu eftir tíu daga, en það varð að samkomu-
lagi, að hin tvö yrðu öðru hvoru, eftir því sem þau lang-
aði til. Níunda maí á s. 1. vori, þegar börnin áttu að mæta
til prófs í barnaskólanum, voru tvö börn fjarverandi úr