Menntamál - 01.04.1957, Page 107

Menntamál - 01.04.1957, Page 107
MENNTAMÁL 93 grein fyrir því, verð ég að geta lítillega um, hvað fer fram í smábarnaskólanum. ★ Eins og áður er getið, er börnunum skipt í deildir. Vanalega eru 30 börn í deild. Hver deild er 1 klst. á dag. Frímínútur eru engar. En í staðinn kemur það, að börn- in sitja sjaldan lengur en 10—15 mín í einu. Þá standa þau upp og fara inn í stofu, sem er við hliðina á kennslu- stofunni. Þar fara þau í alls konar leiki. Annars er það dálítið mismunandi, eftir því hvernig á stendur. Ef deyfð færist yfir börnin, er strax staðið upp til að fá hreyfingu. Annars er í hverjum tíma mikill söngur, ýmiss konar fönd- ur og á hverjum degi saga, vanalega framhaldssaga. 1 stuttu máli má segja, að reynt sé að hafa allt það, sem börnum þykir gaman að, en það er sveigt inn á þá braut, að það verður um leið lestrarnám. Börn hafa t. d. gaman af söng. Við syngjum stafina (sérhljóðana). Þau hafa gaman af hringleikjum. Við búum til stafina í leikjum á gólfi. Ýmiss konar föndur t. d. móta leir, klippa út, teikna o. fl. finnst börnunum skemmtilegt, þótt það sé þannig gert, að þau læri um leið stafina. Það hefur verið deilt um það, hvaða lestraraðferð henti okkur bezt. Er þá talað um þrjár aðferðir, þ. e. hljóðað- ferðina, stöfun og orðmyndaaðferðina. Að vissu leyti má þó segja, að um tvær aðferðir sé að ræða, því að þar sem orðmyndaaferðin hefur verið notuð, hefur hún endað með stöfun. Veldur því sjálfsagt hinn mikli orðafjöldi íslenzk- unnar og það, hversu orðin beygjast á margan hátt. Ef kennt er einu eða tveim börnum saman, skiptir það e. t. v. ekki miklu máli, hvort notuð er hljóðaðferð eða stöfun. Ef börnin eru sæmilega greind og allt er með felldu, læra þau hvort sem er að lesa. En þar sem kennt er 30 börnum saman, er allt öðru máli að gegna. Fyrir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.