Menntamál - 01.04.1957, Side 109
MENNTAMÁL
95
Montessor i-námskeið.
Árið 1957, þegar 50 ár eru liðin frá því að Iir. Maria Montessori
stofnaði Montessorriskólann, mun hið alþjóðlega Montessori nám-
skeið verða liáð frá 17. júní 1957 til júlí 1958 í Maria Montessori
stofnuninni, 1, Park Crescent - London, W.l.-Sími: Mus. 7425.
Aðalþáttur námskeiðsins mun verða skýring á þróun Montessori-
aðferðarinnar, en grundvöllur hennar var lagður og mótaður af Dr.
Montessori á árunum frá 1907 fram að fyrri heimsstyrjöld. Afstaða
Montessori kennaranna er hin sama alls staðar: Virðing fyrir persónu-
leika barnsins.
Montessori-aðferðin byggist á athalnafrelsi barnanna, Þetta hjálp-
ar hverjum nemanda til varanlegrar og frjálsrar sjálfsstjórnar. Afleið-
ingin er sú, að agi mótast ekki af ytri þvingun, heldur af því að hver
og einn tekur á sig ábyrgð frjáls einstaklings í þjóðfélaginu. Þannig
er ekki eingöngu heild persónuleikans vernduð, heldur getur barnið
þróað sterka skapgerð og óháðan, umburðarlyndan persónuleika.
Aðalkennari á námskeiðinu mun verða Mario M. Mentessori, sonur
dr. Montessori. Kennslustundir munu aðallega verða á kvöldin.
Námskeiðið er í tveim hlutum: A. júní—sept. 1957. Undirbúnings-
námskeið fyrir uppeldi barna innan 7 ára aldurs. Ollum þeim, sem
ltafa áhuga á Montessori-aðferðinni er heimil jjátttaka. Þátttakend-
ur, sem standast prófið, munu fá hið alþjóða Montessoriiskírteini.
B. okt,—júlí 1957-1958. Framhaldsnámskeið fyrir uppeldi barna á
aldrinum 7—12 ára. Þátttaka er heimil iillum, sem hafa fengið viður-
kennt alþjóða Montessori-skírteini, eða geta sannað, að þeir hafi góða
þekkingu í kenningum og kennsluaðferðum þeim, er dr. Maria Mon-
tessori boðaði og eru settar fram í eftirfarandi bókum:
The Absorþent Mind - T. P. H. - Adyar - Madras - India.
The Secret of Childhood - Longmans - Bombay - India.
The Discovery of the Child - Kalakshetra - Adyar - Madras - India..
Þátttakendur, sem standast prófið, munu fá diplóma-gráðu.
Námsgjöld:
Allt námskeiöið:
Júni 1957 -júlí 1958 ............;.. £50/-/-
Prófskírteinisgjald ................. £ 17/—/—
Undirbúningsnámskeið:
Júní—september 1957 ................. £ 26/ 5/—
Prófskírteinisgjald ................. £ 10/10/—