Menntamál - 01.04.1957, Side 110
96
MENNTAMÁL
Framhaldsnámskeið:
Október 1957 -júlí 1958
Prófskírteinisgjakl .......
Prófgjakl .................
£ 37/-/-
£ 12/12/-
£ 5/ 5/-
Bækur eru fáanlegar hjá útgefendunum, bókasöfnum og hjá Maria
Montessori-félaginu, 1, Park Crescent, London, W. L, þar sem frekari
upplýsingar viðvíkjandi námskeiðinu eru einnig fáanlegar.
Stefán Edelstein endursagði.
Aídarminning
Þann 1. febrúar s. 1. var minnzt með samkomu við kaffiborð í
Barnaskóla Akureyrar aldarafmælis Páls f. Ardal, kennara og skálds.
Hann var kennari í 43 ár við Barnaskóla Akureyrar. Páll andaðist
1950. Við minningarathöfnina voru af ættingjum hans Laufey, dóttir
hans, og Hannes Árdal, sonarsonur hans. Aðrir viðstaddir voru Steinn
Steinsen, bæjarstjóri, fræðsluráð, forstöðumenn skóla bæjarins og
fleiri gestir ásamt starfsliði barnaskólans.
Hannes J. Magnússon, skólastjóri, flutti ræðu og rakti æviatriði
Páls Árdal og störf hans við barnaskólann. í skólanum er sjóður, sem
ber nafn hans og heitir Árdalssjóður. Er hlutverk hans að styrkja
ferðalög skólabarna til að skoða landið. Þennan dag barst sjóðnum
1000 króna gjöf frá börnum Páls J. Árdal. Magnús Pétursson, kennari,
minntist Páls sem samkennara og skálds, og Tryggvi Þorsteinsson,
kennari, minntist hans sem kennara, en hann var nemandi í bekk
hjá Páli þrjú síðustu árin, sem hann kenndi. Almennur söngur á
Ijóðum Páls var á milli.
Þá fluttu börn úr barnaskólanum þrjú atriði eftir Pál. Fyrst var
sungin syrpa af lögum við ljóð eftir skáldið af barnakór Akureyrar
undir stjórn Björgvins Jörgenssonar, kórsöngur og einsöngvar. Því
næst voru lesin upp nokkur kvæði skáldsins og að lokum sýndur leik-
jjáttur úr Happinu.
Laufey Pálsdóttir þakkaði ræktarsemi skólans við minningu föður
hennar, og Brynjólfur Sveinsson, formaður fræðsluráðs, þakkaði skól-
anum fyrir þetta merka minningarkvöld.
ÚTGEFANDI: SAMBAND ÍSLENZKRA BARNAKENNARA OG
LANDSAMBAND FRAMHALDSSKÓLAKENNARA
Ritstjóri: Rroddi Jóhannesson.
Afgreiðslu og innheimtu annast Pálmi Jósefsson. Pósthólf 616.
PRENTSMIÐJAN ODDJ H.F.