Menntamál - 01.04.1970, Page 24
umkomin að leysa hið mikilvæga hlutverk sitt
af hendi.
Stærð nemendahópsins hlýtur að verða
mjög breytileg eftir eðli og umfangi kennsl-
unnar og námsafbrigðanna, allt frá einum
nemanda og upp í 15. Ákvæðin um stærð
námshópanna eru svipuð í hinum ýmsu lönd-
um. Þau eru byggð á langri reynslu og rann-
sóknum og eru mjög mikilvæg. Frá hámarks-
tölu má ekki leyfa frávik, þótt freistandi sé í
einstaka tilviki, þar sem slíkt hefur áhrif á
möguleika sérkennarans til nauðsynlegrar
einstaklingshæfingar og dreifir kröftum hans
um of, hvað bitnar á árangri kennslunnar.
Námsskrár
Sérstakar námsskrár verða að vera til
handa hinum ýmsu hópum nemenda, þar sem
tekið er nauðsynlegt tillit til þeirra hamla, sem
torvelda eðlilegt námsferli. Þetta þýðir í raun
annar vegar takmörkun á umfangi venjulegs
námsefnis og sérstaka kennslufræðilega til-
reiðingu þess og hins vegar sérstaka þjálf-
un (terapi) til að ráða bót á vanþróuðu eða
trufluðu starfshæfi einstaklinganna á tilteknu
sviði.
Við samningu námsskránna verður því að
byggja á niðurstöðum uppeldis-sálfræðilegra
og læknisfræðilegra rannsókna. Auk náms-
skránna handa hinum ýmsu hópum afbrigði-
legra nemenda, sem gefnar yrðu út af fræðslu-
yfirvöldum, þurfa sérkennararnir í samvinnu
við aðra starfsmenn að gera frávik; sérstaka
námsáætlun fyrir hvern einstakling,
kennararnir hver fyrir sig. Sérhæfð kennslu-
gögn eru svo veigamikill þáttur í sérkennsl-
unni, að hún er óhugsandi án þeirra.
HúsnæSi
Þunga áherzlu ber að leggja á það,
að ekki má gera minni kröfur til húsnæð-
is fyrir sérkennsluna en gerðar eru til
skólahúsnæðis almennt. Þvert á móti
gerir sérstaða nemendanna það að verk-
um, að meiri kröfur verður að gera.
Svo farast sérskólaráðinu norska orð í áliti
um sérskólabyggingar árið 1965. Og í norsku
nefndaráliti um byggingu almenns skólahús-
næðis er t.d. gert ráð fyrir 60 m3 stofu fyrir
hjálparbekki með 12 nemendum, þ. e. a. s. 5
mJ á nemanda. Þar er reiknað með því, að
vinnuborð nemendanna hafi 80x60 cm borð-
plötu og rúmt sé milli borðanna. Auk þess er
gert ráð fyrir sérstökum vinnukrók. (Sjá mynd-
irnar á bls. 60).
Enn hefur ekkert skólahús verið byggt á ís-
landi, þar sem gert er ráð fyrir húsnæði til sér-
kennslu — í bezta falli hefur einhverjum skot-
um, sem orðið hafa til óvart, verið ætlað slíkt
hlutverk eftirá.
Sem betur fer er auðvelt að bæta úr þessu
með því að taka venjulegar kennslustofur,
sem vel eru staðsettar í húsinu, til sérkennsl-
unnar. Sé t.d. þörf á lesveri (skolklinik) og
talkennslustofu í fjölmennum skóla, má breyta
venjulegri kennslustofu eitthvað á þá leið,
sem sýnt er á teikningunni á bls. 61.
Kennslugögn
Handa flestum hópum hamlaðra nemenda
er þörf sérstakra kennslubóka auk ýmiss konar
sérhæfðra kennslugagna og tæknilegra hjálp-
artækja. Sum þessara gagna er hægt að kaupa
erlendis frá, önnur verður að vinna upp og
gefa út hér á landi og enn önnur útbúa sér-
MENNTAMÁL
62