Menntamál - 01.04.1970, Síða 14
aðlögun eða grípa óheillavænlega inn í líf ann-
arra má skipta í þrjá flokka:
1) Sálsjúk börn, sem þurfa vist á geðsjúkrahúsi
eða hæli fyrir taugaveikluð börn. Stærð þessa
hóps mun vera u. þ. b. 1%C af barnafjöldanum.
2) Andfélagsleg börn, sem alist hafa upp í
mjög gölluðu umhverfi og þurfa vist á fóstur-
heimilum eða uppeldisstofnunum. Vænta má að
u. þ. b. 3°/oo barnafjöldans sé í þessum hópi.
3) Börn með vægari hegðunarvandkvæði, sem
þurfa vist í sérbekkjum almenna skólans. Fjöldi
þeirra mun vera u. þ. b. 2/o af barnafjöldanum.
VI. Börn með skerta mál- og talfærni
Börnum með málörðugleika af ýmsu tagi má
skipta í 2 hópa:
1) Börn með framburðargalla, raddveilur,
hljóðfallsgalla og táknferlisgalla. Fjöldi u. þ. b.
3% af barnafjöldanum.
2) Börn með skynræna lestrar/skriftarörðug-
leika. Fjöldi þeirra mun vera u. þ. b. 1% af
barnafjöklanum.
Langflest barnanna í báðum hópunum geta
notið meðferðar í almennu skólunum, án þess
að nám þeirra raskist, en nokkur börn úr dreif-
býlinu þurfa á heimavist að halda, þar sem
kennsluaðstaða er fyrir hendi, um lengri eða
skemmri tíma.
VII. Börn með tímabundna námsörðugleika
Oðrum börnum en þeim, sem að framan grein-
ir, og ekki geta fylgst með jafnöldrum sínum í
einni eða fleiri námsgreinum, má skipta í tvo
flokka:
1) Óskólaþroska börn við upphaf skólagöngu,
sem þurfa vist í sérstökum forskólabekk fyrsta
veturinn. Fjöldi þessara barna mun vera u. þ. b.
8—10% af 7 ára árganginum, að óbreyttum
kennsluháttum í 1. bekk.
2) Börn með tímabundna námsörðugleika, að-
allega í móðurmáli og reikningi, sem þurfa ein-
staklingsbundna hjálp umfram það, sem hægt er
að veita í venjulegum bekkjum, ýmist í formi
einstaklingskennslu, hópkennslu eða vistar í sér-
stökum lesbekk. Gera má ráð fyrir, að u. þ. b.
10% af barnafjöldanum þurfi einhvern tíma á
skólagöngu sinni á slíkri aðstoð að halda, að
óbreyttum kennsluháttum.
Nokkrar heimildir:
Skolöverstyrelsen: Lároplan för grundskolan, Liber 1969.
Kirke- og undervisningsdepartementet: Om utbygging av spesial-
skolene, Stortingsmelding nr. 42, Oslo 1964.
Kirk: Educating exceptional children, Boston 1962.
Spesialskolerádet: Undervisningsbygg for spesialskoler, Oslo 1965.
Tordrup: De læseretarderede og derse pedagogiske behandling,
Gyldendal 1969.
Varming: Svagtbegavede börn I., Gyldendal, 1969.
Thomsen: Svagtbegavede börn II., Gyldendal, 1970.
Kirke- og undervisningsdepartementet: Veiledning for ordningen av
hjelpeundervisningen i folkeskolen, Oslo.
Undervisningsministeriet: Folkeskolens specialundervisning, Kpben-
havn, 1961.
MENNTAMÁL
52