Menntamál - 01.04.1970, Side 27
Þórunn Einarsdóttir, forstöðukona:
Fóstrumenntun
r
á Islandi
Nýjar
stofn-
anir
Breyttir
þjóð-
félags-
hættir
Aukin
verka-
skipting
Dagheimili og leikskólar eru iil-
tölulega nýjar stofnanir í þjóðfélagi
okkar, og hefur nú, einkum á síð-
ustu árum, skapazt mikil og sívax-
andi jjörf fyrir J)ær vegna breyltra
þjóðfélagshátta.
Aður fyrr bjó allur jjorri jjjóðar-
innar í sveitum og litlum sjávar-
Jíorpum. í uppvextinum vöndust
börnin á að taka þátt j störfum
fullorðna fólksins. Féll ])ví lífið 1
líkan farveg frá einni kynslóð til
annarrar, og ])ar með voru allir
uppeldisliættir fastmótaðir, byggðir
á reynslu fyrri kynslóða.
En á ])essari öld hefur orðið mik-
il breyting á öllunt okkar þjóð-
félagsháttum, og er nú svo komið,
að meiri hluti þjóðarinnar býr í
þéttbýli og þá sérstaklega I Reykja-
vik, sem telur nú yfir áttatíu þús-
und manns. Liggur í hlutarins eðli,
að slík breyting kallar á annað l’yr-
irkomulag í uppeldisháttum en
tíðkazt hefur.
Heimilin eru oftast fámenn, að-
eins foreldrar og börn, og í sum-
um tilfellum aðeins móðir og barn
eða börn. Mæður stunda vinnu
fjarri heimilinu, og kemur þá að
því, að dagheimili og leikskólar
verða brýn nauðsyn, og varðar þá
mestu, að vel sé vandað til slíkra
stofnana og börnunum búin eins
góð skilyrði og frekast er kostur.
Góður ytri aðbúnaður er sjálfsagð-
ur og nauðsynlegur, en gott starfs-
lið, sem er vandanum vaxið, verður
Afdrifa-
ríkustu
æviárin
Frum-
kvæði
Sumar
gjafar
Stofnun
Fóstru-
skóla
þó ætíð þyngst á metunum, og á
því byggist fyrst og írernst velferð
barnanna.
Talið er, að fyrstu sex til sjö
árin séu afdrifaríkust í ævi manns-
ins og á því skeiði sé lagður
grundvöllur að mótun einstaklings-
ins, ]). e. a. s. tilfinninga-, vit-,
félags- og verkþroska ltans. Má því
ljóst vera, hversu mikil ábyrgð livíl-
ir á þeim, sem annast börn á þessu
aldursskeiði, því lengi býr að fyrstu
gerð.
Árið 1924 var Barnavinafélagið
Sumargjöf stofnað. Fyrstu árin
hafði félagið aðeins dagheimilis-
starfsemi á sumrin. Eftir 1940 var
ört vaxandi þörf fyrir barnaheimili.
Kom þá fljótt í ljós, hversu erfitt
var að reka þessar stofnanir án
sérmenntaðs starfsliðs, og fóru Jjessi
vandkvæði stöðugt vaxandi, eftir
])ví sem Sumargjöf færði út kvíarn-
ar, og var forráðamönnum félags-
ins það fullljóst.
Snemma á árinu 1945 samþykkti
stjórn Barnavinal'élagsins Sumar-
gjafar tillögur Þórhildar Ólafsdótt-
ur, forstöðukonu í Tjarnarborg,
um, að félagið kæmi á fót skóla,
er hefði það að markmiði að veita
stúlkum menntun til að stunda
fóstrustörf á barnaheimilum, og
einnig að veita slíkum heimilum
forstöðu. Skyldi skólinn miðaður
við tveggja ára nám. Leitað var
til ríkis og Reykjavíkurbæjar um
fjárhagslegan stuðning. Þann 1.
MENNTAMÁL
65