Menntamál


Menntamál - 01.04.1970, Blaðsíða 30

Menntamál - 01.04.1970, Blaðsíða 30
borg. Það kom okknr á óvart, hve erfitt reyndist að fá fólk til starfa við deildirnar. Við leituðum lengi eftir fóstru til utanfararinnar, en árangurs- laust. Og að lokum varð það að ráði, að Unnur Ágústsdóttir, íþróttakennari, tók starfið að sér. Eítir heimkomuna náðum við loks í fóstru henni til aðstoðar, og undirbjuggu þær kennsluna, keyptu kennslugögn og J>ess háttar. Aðalvanda- málið í sambandi við undirbúninginn var kostn- aðarhliðin, en það leystist Jjannig, að sveitar- sjóður tók á sig allan kostnað að undanskildum launum kennaranna, sem foreldrarnir hafa greitt. — Hefur ríkissjóður ekki tekið þátt í kostnað- inum? — Nei, ríkið hefur ekki lagt neitt fjármagn til. Það konr að vísu til mála, að þessi starfsemi, sem að vissu leyti er í tilraunaformi, yrði styrkt af Skólarannsóknum, en sakir fjárskorts hefur ekki komið lil Jress enn. — Hversu há hafa skólagjöldin verið? — Þau hafa alla tíð verið talsvert lægri en í einkaskólunum, eru núna 450 krónur fyrir barn á mánuði. — Hvernig hafa nú undirtektir foreldranna verið við Jjessu tilboði skólans? — Aldeilis ágætar, J)átttakan hefur verið mjög góð, eða um og yfir 90%. — Hvernig hefur foreldrunum líkað J)etta ný- stárlega kennsluform? — Ég held mér sé óhætt að segja, að foreldr- unum hafi líkað Jjetta vel, en auðvitað tók Jiað nokkurn tíma að átta sig á Jrví, að í forskóla er ekki nauðsynlegt að stunda lestrarkennslu. Við byrjum annars vetrarstarfið með Jíví að iiafa fund með foreldrum barnanna, J>ar sem Jíeim er gerð grein fyrir tilgangi deildanna og hvernig störfum verður háttað. — Hvaða áhrif hefur þessi starfsemi forskóla- deildanna á byrjunarkennsluna í skyldunáms- skólanum? — Ég Jjori að fullyrða, að byrjunarkennslan verður mun auðveldari, kannski fvrst og fremst vegna þess, að börnin eru orðin skólavön. Það þarf engum tíma að verja til að skólahæfa Jjau, aga Jjau og venja. En hvort Jjetta beinlínis flýtir fyrir lestrarnáminu, Jrori ég ekki að segja um að svo stöddu. Til J>ess er reynslan ekki orðin nægj- anleg. En varnaðargildið liggur liins vegar í aug- um uppi. Eitt vildi ég nefna enn, en það er, að J>etta auðveldar eðlilega niðurröðun í bekki, J>ar sem ekki er farið eftir lestrarkunnáttu. — Elvað viltu segja um framtíðina? — Að fenginni }>essari reynslu er J>að skoðun mín, að forskóladeildir þurfi að verða liður í skyldunámsskólanum, sem sé að færa J>urfi skólaskylduna niðtir í sex ár. Ég tel heppilegt, að í Jxessum deildum vinni smábarnakennari eða fóstra ásamt aðstoðarmanneskju, en J>að krefst J>ess, að Fóstruskólinn og Kennaraskólinn undir- búi starfskraftana sérstaklega með J>etta viðfangs- efni í huga. Þá J>arf ekki hvað sízt að gera ráð fyr- ir heppilegu húsnæði fyrir forskóladeiklirnar í skólunum. Það er fráleitt að hafa ]>essar deildir í venjulegri kennslustofu. Stofan, sem við notum, er 75 m2 og J>ar við bætist 15 m2 hliðarherbergi. Sannleikurinn er sá, að miðað við teikningar af slíku húsnæði, sem ég Ixefi aflað mér erlendis frá, er ]>etta húnæði okkar sízt of stórt. Nú, auk }>ess þurfa þessar stofur að vera sérstaklega inn- rétlaðar, J>ær er raunverulega ekki hægt að nota til annarrar kennslu. MENNTAMÁL 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.