Menntamál


Menntamál - 01.04.1970, Blaðsíða 26

Menntamál - 01.04.1970, Blaðsíða 26
Jón Hafsteinn Jónsson, menntaskólakennari: Yfirvinna kennara og Kjaradómur mest úr þeirri aðgreiningu, sem ríkt hefur. Almennt er viðurkennd sú grund- vallarregla, að hömluð börn eigi að fá tækifæri til að vaxa upp á heimili slnu og njóta kennslu í almennum skóla. Hins vegar dylst engum, að frávik frá þessari reglu eru óhjá- kvæmileg. Deilan stendur um, hvar mörkin skulu dregin. Skoðanir voru mjög skiptar um MENNTAMÁL 64 Það hefir lengi tiðkast, að litið sé á starf skólanna sem harla lítil- vægt starf, og má í því sambandi nefna, að laun kennara hafa ekki samsvarað launum annarra starfs- hópa, sem svipaðar menntunarkröfur voru gerðar til. Enda virðist oft svo sem kröfur um háskólapróf hjá rram- haldsskólakennurum séu aðeins fil málamynda. A. m. k. þykir eðlilegt að ráða til kennslu jafnvel í mennta- skóla næstum hvern sem er, íáist ekki fyrirhafnarlítið maður með ein- hverja fagþekkingu í námsgreininni. Ekki er þó þessi hlið málsins til- efni þessa greinarkorns, heldur það mat Kjaradóms á kennslustaríinu, sem kemur fram i útreikningi hans á eftirvinnukaupi vastráðinna kenn- ara. Rétt er að byrja á að bera eftirvinnukaup þetta saman við kaup stundakennarans. Svo segir í aug- lýsingu um stundakennarakaup frá menntamálaráðuneytinu: „Laun stundakennara miðast við þá launaflokka, sem kennararnir myndu taka laun eftir, ef þeir væru fastir kennarar og skulu vera 83% af launum þeirra miðað við vullan kennslustundafjölda og 5 ára starfs- tíma.“ í dómi Kjaradóms er látið heita svo, að eftirvinna kennara sem annarra sé greidd með 50% álagi, en svo er um hnútana búið, að þrátt fyrir þetta álag er eftirvinnu- kaupið svipað og kaup stundakenn- aranna miðað við kennslustund, þó ögn breytilegt eftir skólastigum. Hjá fastráðnum menntaskólakennurum er eftirvinnukaupið t. d. næstum 16 krónum lægra en kaup stundakenn- aranna miðað við kennslustund. Læt- ur því nærri, að eftirvinnukaup menntaskólakennara sé helmingur af því sem vera ætti, ef eftirvinnan væri í raun og veru greidd með 50% álagi miðað við föst kennaralaun, enda er nú svo komið, að hæfustu starfs- menn skólanna taka að sér auka- störf utan skólanna, en færast undan yfirvinnu við kennslustörfin. Þeim undarlegu reglum, sem not- aðar eru við útreikning á yfirvinnu- kaupi fastráðinna kennara, skulu ekki hér gerð nein ýtarleg skil, að- eins nefnt að þær gera ráð fyrir því, að eðlileg kennsla sé 150 kennslu- stundir á mánuði á öllum skólastig- um (þ. e. þær leggja kennslustund og vinnustund að jöfnu, sem annars sést aldrei gert). Þar að auki miða þessar reglur yfirvinnukaupið við föst laun kennslumánaðanna í stað þess að miða þau við árslaun fastráðins kennara svo sem gert er við útreikn- ing á kaupi stundakennaranna. Það verður ekki með sanni sagt, að kennarastéttin hafi verið aðgangs- hörð í kjarabaráttunni, en smámuna- semi fjármálaráðherra á síðastliðnu sumri ásamt hinum nánasarlegu til- burðum kjaradóms til að snuða hana ögn á yfirvinnukaupinu eru að vekja hana til vitundar um það, að búi hún sig ekki undir stranga kjarabaráttu, muni þessir valdsmenn ekki unna henni þeirra lífskjara, sem nauðsyn- leg eru, ef skólamál þjóðarinnar eiga að komast í viðunandi horf. það á þinginu, hversu langt skuli gengið í því að flytja hamlaða nem- endur í almennu skólana. Bæði hætt- an á einangrun hamlaðs nemanda í slíku umhverfi með þeim afleiðing- um, sem því fylgja, og kostir sam- skiptanna við þá, sem við sömu vandkvæði eiga að stríða, var mjög dregið fram í umræðunum. Þá var allmikið rætt um þau skil- yrði, sem þurfa að vera fyrir hendi í almennu skólunum, til þess að kennsla hamlaðra nemenda geti orð- ið jafn árangursrík þar og í sérskól- unum. Þingið var fráþærlega vel skiþu- lagt af hinni finnsku undirbúnings- nefnd, og var framkvæmdin öll með hinum mesta glæsibrag. Frá íslandi sóttu þingið María Kjeld, heyrnleys- ingjakennari og Þorsteinn Sigurðs- son, talkennari.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.