Menntamál - 01.04.1970, Side 41
Frá L.S.F.K.
Ábyrgðartrygging
fyrir kennara.
í samræmi við samþykktir síðasta
fulltrúaþings um áþyrgðartryggingu
fyrir kennara í starfi hefur L. S. F. K.
unnið að því að leita tilboða i slíka
tryggingu fyrir alla fullgilda félaga
innan vébanda þess. Þar sem ekki
var um neina hliðstæðu að ræða
hérlendis, en styðjast varð við er-
lenda reynslu og íyrirkomulag, hefur
undirbúningur tekið alllangan tíma.
Þann 12. apríl s. I. var undirritað til-
boð írá Almennum íryggingum, um
frjálsa ábyrgðartryggingu fyrir kenn-
ara í starfi, og er iðgjaldið fyrir
hvern tryggðan einstakling kr. 50,00
á ári, (+ söluskattur), og verður það
greitt úr sameiginlegum sjóði íélags-
manna.
Tryggingarupphæðirnar íyrir hvert
einstakt tjón, miðað við hámarks-
bætur, eru:
Heildarupphæð .... kr. 500,000,00
Fyrir hvern einstakl. — 300,000,00
Fyrir tjón á munum . . — 100,000,00
Sjálfsábyrgð vryggða er engin.
Til frekari skýringar skal þess get-
ið, að ábyrgðartryggingin Vekur til
þeirrar skaðabótaskyldu, sem kann
að falla á kennarann vegna ábyrgðar
hans á nemendum, meðan þeir eru
undir hans stjórn í námi eða íerða-
lögum, sem farin eru á vegum skól-
ans.
Það skal tekið fram, að ábyrgðar-
trygging þessi gildir allt árið, þannig
að þeir kennarar, sem eru innan L.
S. F. K. og kunna að stunda kennslu-
störf yfir sumarmánuðina (námskeið
eða sérgreinaskólar), njóta einnig þá
réttinda ábyrgðartryggingarinnar.
Eins og áður er sagt, var trygg-
ingartilboðið undirritað 12. apríl s. I.
og gildir tryggingin frá þeim tíma.
Námskeið
í Noregi í sumar
Statens lærerkurs í Noregi býður a. m. k. einum ís-
lendingi þátttöku í öllum kennaranámskeiðum, sem
stofnunin efnir til i sumar.
Viðfangsefnin eru þessi:
Samfunnsfag i grunnskolen, matematikk i barneskol-
en, matematikk i ungdomsskolen, fysikk/kjemi i grunn-
skolen, kurs i kjemi, nye vegar i biologiundervisninga,
feltbotanikk, kurs i helselære, kurs i miljövern, engelsk
i barneskolen, lysk i ungdomsskolen, kurs i musikk/
dramatikk, kurs i musikk og folkeviseleik, kurs for tilsyns-
lærarar i musikk, formingskurs, kurs for tilsynslærarar i
forming, kurs for formingslærarar i lærarskolen og form-
ingslærarskolen, kroppsöving i barneskolen, kurs for
tilsynslærarar i kroppsöving, kurs i heimkunnskap,
kurs for samlingsstyrarar, kurs i bruk av læremiddel,
undervisning i fádelt skole, skolens oppgaver i ung-
domsvernet, kurs i fiskeri- sjöfartsfag, bruk av lokal-
historie i undervisninga.
Nánari upplýsingar um námskeiðin er að fá í mennta-
málaráðuneytinu, á fræðslumálaskrifstofunni og skrif-
stofum S.Í.B. og L.S.F.K. Umsóknir um námskeiðin
þurfa helzt að hafa borizt íyrir 15. maí.
Frá S.í. B.
21. fulltrúaþing Sambands íslenzkra barnakennara
verður haldið í Melaskólanum í Reykjavík 5.—7 júní
1970.
Helztu mál þingsins verða:
Launa- og kjaramál.
Kennaramenntunin.
Tillögur til breytinga á lögum sambandsins.
STJÓRNIN.
MENNTAMÁL
79