Menntamál - 01.04.1970, Síða 8
í reglugerð er kveðið svo á, að fjölcli sérbekkja
skuli ekki vera meiri en sem svarar 15% af tölu
almennra bekkja í sveitarfélaginu. Og í haust
var reglan um fjölda nemenda í sérbekkjum end-
urskoðuð og er nú sem hér segir:
Elcvantal som Klasscns art 1 klass vilkor för 2 klasscr Dárutöver 1 klass i varjc pábörjat.
Hjalpklass Lásklass 8—15 Skolmognadsklass 16-2G 14 tal elever
Observationsklass Hörselklass 5—8 Synklass Klass för rörelsehindrade 9-14 7 tal elever
Nemendavernd
Úrtaka nemenda til sérkennslunnar fer fram
á eftirfarandi hátt: Ef nemandi á í einhvers kon-
ar örðugleikum í skólanum, sem kennarar hans
ráða ekki fram úr, kemur málið fyrir nemenda-
verndarfund, en þar eiga sæti: skólastjóri eða
námsleiðbeinandi (studierektor), skólasálfræð-
ingur, skólalæknir, skólahjúkrunarkona, skóla-
félagsráðgjafi, starfsráðgjafi og bekkjarkennar-
inn.
Á nemendaverndarfundinum er tekin ákvörð-
un um alhliða eða takmarkaða rannsókn, eftir
því sem við á. Áður en rannsóknin hefst, ber
bekkjarkennaranum að gera foreldrunum við-
vart um örðugleika nemandans, fræða þá um
ávinninginn a_f rannsókninni og gera þeim grein
íyrir þeirri hjálp, sem unnt er að láta í té. Jafn-
vel nemandinn skal fá tilsvarandi upplýsingar,
annað hvort frá foreldrunum eða skólanum.
hliða aðstæður nemandans. Árangurinn af sér-
kennslunni er venjtdega undir samvinnu við
foreldrana kominn.
Ákvörðunarvaldið
Ákvarðanir um sérkennsluna eru síðan tekn-
ar af skólastjóra, sem tilkynnir foreldrunum
niðurstöðuna og útskýrir fyrir þeim tilganginn
með ráðstöfununum. Sætti foreldrar sig hins veg-
ar ekki við niðurstöðuna, er málinu skotið til
skólanefndar til úrskurðar.
Þetta var dænii um l'yrirkomulag sérkennsl-
unnar, sem framkvæmcl er innan vébanda al-
menna skólans. Dæmið var valið m.a. vegna þess,
að Jjað endurspeglar þau viðhorf, sem hvarvetna
eru efst á baugi um þessar mundir, jr.e.a.s. að
forðast skuli eins og kostur er að fjarlægja af-
brigðilega nemendur úr venjulegu skólaum-
hverfi.
Samvinna við foreldra
I>að er talið áríðandi, að samband haldist við
foreldrana, meðan á rannsókninni stendur. Enn-
fremur er talið nauðsynlegt, að foreldrarnir skýri
frá athugunum sínum, sjónarmiðum og óskum
og láti í Ijós afstöðu sína til þeirra úrræða, sem
skólinn mælir með, svo að hægt sé að meta al-
MENNTAMAL
46