Menntamál - 01.04.1970, Qupperneq 25
Norrænt þing
O
um sérkennslu í Abo
Norrænt þing um sérkennslumál var haldið í Ábo í Finn-
landi 24.—27. júní s. I. Kjörorð þess var: profylax, mentalhygien
och integrerad undervisning.
Þingið sóttu blindra-, heyrnardaufra- og talkennarar ásamt
sálfræðingum, læknum og öðrum sérfræðingum, sem að mál-
um sjón-, heyrnar- og málhamlaðra vinna.
Á þinginu voru haldin 45 erindi, ýmist fyrir allan þingheim
eða sérstaklega fyrir hvern hinna þriggja starfshópa. Hér skulu
lauslega nefnd þau mál, sem þingið lagði aðaláherzlu á:
Varnaðarstarf
Skrásetning barna, sem grunur
leikur á um að kunni að víkja frá
eðlilegum þroskaferli vegna sjúk-
dóma móður á meðgöngutíma, íæð-
ingaráverka eða meðfæddra ágalla,
var mjög á dagskrá.
Þar sem skrásetning hefur verið
tekin upp, er vitneskjunni miðlað
frá héraðslæknum íil ýmissa sér-
fræðistofnana, svo unnt sé að greina
skömmu eftir ræðinguna ágalla eins
og heyrnardeyfu, sjóndepru og heila-
lömun. Síðan eru gerðar viðeigandi
læknisfræðilegar og uppeldislegar
ráðstafanir og foreldrunum látin í té
ráðgjöf og félagsleg aðstoð.
Bretar eru frumherjar á þessu
sviði, en þeir hófu skrásetningu risk
children íyrir 10—15 árum. Síðan
hafa ýmsar aðrar þjóðir tekið upp
slíka starfsemi, m. a. Danir, Norð-
menn og Finnar. Læknar og peda-
gogar sögðu frá reynslunni af þessu
starfi og framtiðaráformum.
Það er athyglisvert — og kom
glöggt vram á þessari ráðstefnu —
hve læknar eru farnir að láta sig
miklu skipta uppeldi hamlaðra barna.
Þeir hafa á siðustu árum tekið upp
náið samstarf við sérkennara, upp-
eldisstofnanir og skóla. Sérstaklega
virðist þessi samvinna vera orðin
náin varðandi heyrnarskertu börnin.
Geðvernd
Á þinginu var rík áherzla lögð á
það, að mannleg samskipti (komm-
unikation) eru gildasti þátturinn í
heilbrigðu geðlífi. Vangeta til að tjá
sig eða taka við vitneskju frá með-
bræðrum sínum veldur öryggisleysi
og einangrun, sem iðulega leiðir iil
afbrigðilegrar hegðunar og geðtrufl-
ana.
Það viðhorf átti öfluga talsmenn
á þinginu, að til þess að koma i veg
fyrir slíka þróun yrði að hagnýta
allar samskiptaleiðir, þegar höfuð-
skynleiðirnar væru lokaðar — og
byrja á því eins fljótt og auðið er.
Samkennsla
Skýrslur voru vluttar um viðleitn-
ina til að kenna hinum ýmsu hóþum
afbrigðilegra nemenda í almennu
skólunum, en sú stefna hefur verið
ríkjandi að undanförnu að draga sem
Frá ráðstefnunni. Lengst til vinstri er próf. Antti Sovijárvi, formaöur undirbúningsnefndarinnar.
MENNTAMÁL
63