Menntamál - 01.04.1970, Side 42
< ■v
Eitt er landið, I. og II. hefti:
Ilöfundur: Stefán Jónsson.
Halldór Pétursson teiknaði myndirnar.
Utgefandi: Ríkisútgáfa námsbóka.
V _____________________________________________________________________)
Þeir, sem komnir eru á efri ár,
minnast þess frá barnaskólaárum
sínum, að þeim var fengin Islands-
saga Jónasar Jónssonar í hendur.
A þeim árum, sem hún hefur ver-
ið námsbók á barnafræðslustiginu,
hafa orðið miklar breytingar í
þjóðfélaginu. Sumir hafa kallað
þessar breytingar kynslóðaskil.
Margt hefur horfið úr daglegu lífi
manna, sem sjálfsagt þótti, og
annað nýtt komið í þess stað.
Tungutak það, sem Jónas notar,
er börnum ekki lengur eðlilegt, og
gerir það lesmálið framandi og dá-
lítið óeðlilegt að ýmsu leyti. Þrátt
fyrir framantalda annmarka, búa
nemendur barnaskólanna enn við
Islandssögu Jónasar. Hér er ekki
verið að gera lítið úr verkum Jón-
asar, hann var vissulega mikill
skólamaður á sinni tíð.
Sjálfsagt hafa ýmis þau vand-
kvæði, sem að framan cru talin,
orðið lil þess, að sá ágæti skóla-
maður og rithöfundur, Stefán
Jónsson, greip til pennans til að
skrifa Eitt er landið.
A mörgum stöðum er um skör-
un að ræða við áðurnefnda ís-
landssögu, enda fjallað um sömu
málin, þótt á annan veg sé. Mér
virðist því, að höf. hafi hugsað sér
að byggja upp nýtt verk, sem gæti
leyst það eldra af hólmi.
MENNTAMÁL
80
Höfundur bendir á það í for-
mála, að þessi bók sé ekki fyrst og
fremst ætluð til heimanáms. Stef-
án ætlast til, að hún örvi nemend-
urna til sjálfstæðrar vinnu í skólan-
um, og eins iiitt, að hún geti orðið
þeim lieimildarrit. Þetta kemur
gleggst fram í köflunum: XVIII,
XIX, og XX í I. hefti og svo í
köflunum „Nokkrir áhrifamenn á
Sturlungaöld,, og “Konungatal" í
II. hefti.
Stefán Jónsson vissi, livaða þýð-
ingu virkt nám liefur fyrir nem-
endur. Þess vegna segir hann í for-
mála: „Sá, sem setur saman bók,
man efni hennar miklu betur en
efni þeirra ltóka, sem aðrir hafa
skrifað. Þá l)ók, sem cg hef skrifað
j)ér, hef ég lokið við, jjegar þetta
er á blað sett. Meðan ég setti bók-
ina saman, iærði ég ósjálfrátt allt,
sem í henni stendur, og ekki kem-
ur til mála, að ég gleymi ])ví.“
I. hefti byrjar á upphafi land-
náms á Islandi, og síðan rekur
hver viðburðurinn annan: I.eit
víkinganna að frelsi og síðar ])örf
þeirra fyrir fastari samfélagshætti.
Höfundur lætur það koma
greinilega fram, livað afskipti er-
lends valds af íslenzkum málum
voru orðin mikil, áður en lands-
menn förguðu frelsi sínu endan-
lega.
Hann sýnir, hvernig valda-
græðgi, ágirnd og metorðagirnd
riðu þann linút, sem reymlist ó-
leysanlegur og hnýttist til fulls
með Gamla sáttmála.
í þessu hefti er sögumaðurinn,
Stefán Jónsson, í essinu sínu. Ekki
vil ég þó segja, að þetta liefti sé
betri kennslubók en það fyrra.
Ýmislegt finnst mér afmarkaðra í
fyrra heftinu, og er nemendum á
barnaskólaaldri það mjög kærkom-
ið.
Atburðarásin er hröð og sægur
af fólki kemur við sögu, sem mörg-
um nemanda getur verið erfitt að
átta sig á til fullnustu. Ef til vill
hefði verið hægt að fækka persón-
um í bókinni án þess að verkið
biði tjón við það.
Samning laga, leitin að þingstað,
ásælni erlends valds, bygging
Grænlands, goðsagnir og kristni-
taka.
Allir eru þessir kaflar listavel
skrifaðir, og frásögnin fjörug. Mál-
ið er kjarnmikið og ekki daglegt,
en þó naumast fráhrindandi fyrir
nemendur í efri bekkjum barna-
skólans.
Ef einhverjir kaflar þessarar
bókar væru mér öðru þekkari,
(þ.e. I. heftis) þá væru það IV.
kafli um goðin, venjur þeirra og
háttu, og XVII. kafli, þar sem
gerð er tilraun til að skýra ástæður
og hugarfar, sem liggur að baki
hefndum og vígaferlum forfeðra
okkar. Enginn getur skilið líf ís-
lenzkra frumbyggja, sem ekki skil-
ur siðgæði heiðinnar trúar.
Annað iiefti þessarar bókar byrj-
ar með því að telja upp nokkra at-
burði, sem gerzt liafa á Þingvöllum
og miklir hafa verið í sögu þjóð-
arin nar.
Fjórði kafli þessa heftis ber yfir-
skriftina „Austan Jiafsins". Þar er
fjallað um norska sögu. Ekki gerir
höfundur það út í bláinn, því hér
er fjallað um það, hvernig örlög
Islands liníga æ meir að norsku
valdi.
Höfundurinn fjallar um Sturl-
ungaöldina af miklum skilningi.