Menntamál - 01.04.1970, Side 31
Unnur Ágústsdóttir:
Starfið
í sex ára
deildunum
Unnur Ágúslsdóttlr.
Menn greinir mjög á um, hvað bezt henti þroska 6
ára barna og hvað sé vænlegast til að fiýta fyrir þroska
og síðar námi, þegar komið er að skólaskyldu. Danir,
sem eru búnir að hafa 6 ára deildir starfandi síðan 1912,
hefja t.d. alls ekki lestrarkennslu, fyrr en með skyldu-
námi, sem hefst við 7 ára aldur. Þeir telja, að þroska
beri ýmsa eiginleika barnsins með frjálsum leik og
ýmiss konar verkefnum, sem mest í leikformi.
Bandaríkjamenn og ýmsar Evróþuþjóðir byrja aftur á
móti með lestramám hjá 6 ára börnum og jafnvel yngri.
Við höfum reynt að fikra okkur nokkuð eftir báðum leið-
um, en þar sem skólinn hefur aðeins starfað tvo vetur,
er ekki komin raunhæf reynsla á fyrirkomulagið. Margt
er í tilraunaformi og því möguleiki á breytingum, ef
annað reynist betra. Æskilegur fjöldi barna í svona
deild er 22—24. Sumum mun finnast það fá börn, þar
sem við erum tveir kennarar (fóstrur) með þeim. En
reyndin er sú, að við megum hafa okkur allar við að
sinna börnunum, þegar þau eru starfandi við hin ólik-
ustu verkefni. Kem ég að því síðar.
Börnin eru daglega 21/2 kennslustund [ skólanum,
samtals 100 mínútur. í upþhafi kennslustundar sezt
hvert barn f sitt sæti, og eru fjögur börn í hóp. Við
blöndum kynjunum alltaf saman, og tel ég það mikil-
vægt að raða þeim þannig. Fá 6 ára börn eru farin að
setja fyrir sig, hvort leikfélaginn er telpa eða drengur,
og heppilegt er að fyrirbyggja ríg milli kynjanna sem
lengst. Þá er þess að gæta, að á sumum heimilum eru
aðeins börn af öðru kyninu og þekking þeirra á hinu
getur verið mjög takmörkuð.
Hver dagur byrjar með bæn, sem við syngjum, ýmist
eitt barn eða öll saman. Einn eða tveir sálmar eru oft
sungnir á eftir. Innihald sálmanna og bænanna er skýrt
þannig, að hvert barn getur endursagt efni Ijóðsins.
Við spennum greipar, meðan við förum með bænir.
Á eftir koma svo fjörugar barnavísur, sem við leikum
gjarnan með. Þá koma frásagnir. Þau börn, sem langar
til að segja frá einhverju, rétta upp hönd, og ætlazt er
til, að hin börnin hlusti á, meðan á frásögn stendur.
Erfitt getur verið að fá hópinn til að hlusta á slitrótta
frásögn, t.d. af litla bróður, sem grét I alla nótt og var
búinn að óhreinka 6 bleyjur um morguninn. Þó tel ég
svo mikils um það vert að fá börnin til að koma hugs-
unum sínum og áhugamálum á framfæri frammi fyrir
öllum börnunum, að ekki sé það sóun á tíma að eyða
5—10 mín. I þetta. Áherzlu þarf að sjálfsögðu að leggja
á, að öll börnin fáist til að segja frá stöku sinnum.
Þá er komið að verkefni dagsins. Það getur verið
um hundinn, árstíðirnar, smölun (á haustin), frásögn af
fjarlægri þjóð, t.d. Indíánum. Eða algengustu formin,
ýmis algeng hugtök, litameðferð o. m. fl. Kurteisi og
vinátta eru hugtök, sem lögð er áherzla á. Börnum á
þessum aldri finnst gaman að láta dást að sér fyrir
kurteisi, og er þetta því heppilegur aldur til að vekja
athygli á henni. Við æfum þá ef til vill tvö smáleikrit
MENNTAMÁL
69