Menntamál - 01.04.1970, Side 39
átta sig á merkingu samsettra orða, ættu ekki að
fást við æfingar í að greina hvort orð eru laust
samsett, fast samsett eða bandstafssamsett.
Tenging í stað greiningar
Sé það rétt niðurstaða, að bæði í skyklunámi
og framhaldsskólum sé málskilningi og málnotk-
tin nemenda mjög ábótavant, og málfræðikennsla
í núverandi mynd bæti lítið eða ekkert um, er
óhjákvæmilegt að leita frekari svara við spurn-
ingunni um livað eigi að kenna í staðinn. Ég
lief áður rætt um aukna þýðingu og hlutverk
bókmenntalestrar í skólum í grein sem birtist í
Menntamálum 1. h. ’67 og mun ekki fjalla um
þá hlið hér. Rétt er að leggja sérstaka áherzlu á
að þættir móðurmálskennslunnar þurfa að tengj-
ast betur og mynda samræmda heild. Skilningur
á mæltu og síðar rituðu máli hlýtur að verða
höfuðviðfangsefni í fyrstu bekkjum barnaskól-
ans og jafnframt munnleg og síðan skrifleg notk-
un þess. Síðar þarf að vekja athygii á orðavali,
blæbrigðum, fjölbreyttum möguleikum sem málið
geymir, vekja t. d. athygli á því livað greinir
áhrifamiklar frásagnir og lifandi lýsingar frá því
efni sem fellur dautt. Málið á ekki að skoða sem
fast form og láta þar staðar numið, heldur þarf
að skoða það sem tæki til mannlegra samskipta,
braut sem hugsanir manna og tilfinningar brjóta
sér leið eftir í leit að formi. Innihaldið, efnið
ákvarðar fonnið. Markmið betri samræmingar
og leitar að nýju inntaki í móðurmálskennslunni
ætti að vera það að dýpka skilning nemandans á
merkingn málsins og boðskap við ólíkar aðstæð-
ur, vekja gagnrýna atbygli þar sem það á við, en
opna leið til sem ríkastrar innlifunar við aðrar
aðstæður. Jafnframt því sem nemendur öðlast
betri skilning á mismunandi eðli og fjölbreyti-
legunr möguleikum málnotkunar við ólíkar að-
stæður (í auglýsingum, kunningjabréfum, frétta-
klausum, ljóðum, svo dæmi séu nefnd) þarf að
leitast við að styrkja og þroska hæfileika ]tein-a
og meðfæddan áhuga á að gera málið að þjálu
tæki til að tjá hugsanir sínar og lilfinningar
við breytilegar aðstæður og í mismunandi til-
gangi. Strax frá uppliafi skólagöngu þarf að leit-
ast við að varðveita og örva eðlilega gleði og
álruga barna á ævintýralegum könnunarleiðangr-
um um óþekktar lendur málsins. Fyrir skólagöngu
hafa þau lært málið með því að hlusta (athuga)
og babla síðan og bjástra við málið sjálf, leika
sér að því, villast, hrasa en standa svo upp og
halda áfram. í skólanum þarf að forðast strangar
leiðréttingar, fyrirmæli og æfingar sem nemend-
um virðast tilgangslausar. Þar verður að skapa
aðstæður sent líkjast því sem gerist í daglegu lífi,
bjóða fjölbreytla möguleika á að reyna og leita,
veita hvetjandi aðstoð.
Málfræðileg hugtök mætti svo uppgötva í þessu
starfi og nota þau í umræðum um leið og þörf
er fyrir þau og þroski nemendanna leyfir. Slík
hugtök ætti þó alls ekki að nota fyrst og fremst til
greiningar, heldur til notkunar málsins. Það
hefur t. d. meira gildi að fá nemendum það verk-
efni að finna lýsingarorð senr hæfa í ákveðnum
tilgangi (hvaða lögun hefur ... ., hvaða lit hef-
ur ....?) en að láta þá finna lýsingarorð í rnein-
ingarlausum og sundurlausum texta. Samsetning
lýsingarorða og athugun á vali og hlutverki lýs-
ingarorða, umræða um hvort þau eru merkingar-
rík eða óþörf, nákvænr eða ónákvæm, hlutlaus
eða hlutlæg o. s. frv. í mismunandi textum, er
ólíkt frjórra og skemmtilegra viðfangsefni fyrir
nemendur eti þær einhliða æfingar sem tíðkast
í lrinni hefðbundnu málfræðikennslu með grein-
ingu í orðflokk, kyn, tölu, fall, beygingu stig og
stöðu. Þess verður að minnast að það er mál-
skilningur og málnotkun en ekki beyging málsins
og greining Jiess sem veldur nemendum vand-
kvæðum í viðleitni sinni til að verða fullgildir
])j(iðfélagsþegi 1 ar. Endurskoða þarf frá grunni
hugtakaforða og æfingar sem kenndar verða með
hliðsjón af nýjum markmiðum kennslunnar og
nýjum landvinningum og niðurstöðum málvís-
indanna, sem gildi hafa fyrir kennslu á lægri
skólastigum. Skera þarf niður og kasta burt því
sem ekki er þörf fyrir lengur og engum lilgangi
þjónar.
Hér verður ekki reynt að skýra nákvæmlega
hvaða leiðir má fara til að tengja alla þætti móð-
urmálskennslunnar í eina heild. Þess verður að
MENNTAMÁL
77