Menntamál


Menntamál - 01.04.1970, Blaðsíða 9

Menntamál - 01.04.1970, Blaðsíða 9
Sérskólalögin norsku r \ Kennsla í sérskólum V y Því miður verður ekki hjá því komizt að búa afbrigðilegustu nemendunum uppeldisaðstöðu utan almennu skólanna og ber þar margt til, m.a. lítil tíðni hinna alvarlegri at’brigða, rnikil þörf á læknisfræðilegri, sálfræðilegri og félagsfræðilegri þjónustu og vandasöm, sérhæfð og kostnaðarsöm kennsla. Dæmið um sérskólana verður sótt til Noregs, en þar befur einna mest nýsköpun orð- ið á þessu sviði á síðustu árum. Lögin um sérskólana eru frá 1951. Árið 1963 voru gerðar breytingar á þeim, og nefnd hefur baft í athugun að undanförnu, hvernig mætti taka þau inn í lieildarskólalöggjöfina, en ekki er búizt við neinum breytingum á skipulaginu sjálfu, enda var gerð xnikil úttekt á starfseminni og áætlanir geiðar fram í tímann með þings- ályktun fiá 18. febrúar 1966 (Stortingsmeldingom utbygging av spesialskolene). í fyrstu greiit laganna segir svo: „Ríkið annast um nauðsynlegan fjölda af: 1. Skólum fyrir börn og unglinga, sem aðeins með litlum árangri geta íylgt kennslunni í barna- eða unglingaskólum vegna þess að þau eru: a) lieyrnarlaus eða liafa mjög skerta heyrn, b) blind eða liafa mjög skerta sjón, c) hafa skerta greind, eða d) bafa málgalla, lestrai- eða skriftarörðug- leika. 2. Skólum fyrir börn og unglinga með hegðun- arvandkvæði, sem að úrskurði barnaverndar- nefndar með beimild í lögum um barnavernd skulu flutt í slíka skóla. Munur er gei'ður á rétti til skólavistar og skóla- skyldu í lögunum. Hjá börnunum, sem getur um í 1. d) er t.d. aðeins um skólarétt að ræða, en enga skólaskyldu. í sumum tilvikum getur skóla- vistin varað til 23. ára aldurs, en höfuðreglan er 6-J-3-þl frjálst ár fyrir greindarskertu börnin og börn með begðunaivandkvæði og 7-|-3-J-1 frjálst ár fyrir börn með skerta sjón eða heyrn. Skól- arnir fyrir málgölluðu börnin hafa sérstöðu, þar MENNTAMÁL 47

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.