Menntamál


Menntamál - 01.04.1970, Side 16

Menntamál - 01.04.1970, Side 16
Heyrnarskertu börnin Heyrnleysingjaskólinn er gróin stofnun með aldarlanga reynslu í meðferð heyrnardaufra. Verksvið þessarar stofnunar þarf að aukast að mun frá því sem nú er. Auk þess að vera heima- vistar- og heimangönguskóli fyrir þann hóp heyrnardaufra barna, sem þarf á hreinni heyrn- leysingjakennslu að lialda, ætti hann að hafa með höndum umsjón með uppeldi og kennslu allra heyrnardaufra nemenda í heimilum, for- skólastofnunum og almennu skólunum um land allt; ennfremur náms- og starfsvalsleiðbeiningar, félagsráðgjöf og eftirvernd fyrrverandi nemenda. Allt að sex heyrnardaufrabekkjum væri líklega hægt að koma upp í almennu skólunum á Reykja- víkursvæðinu, bæði til að sameina nemendurna heyrandi skólaumhverfi og létta á Heyrnleysingja- skólanum sjálfum. Kennarar þessara bekkja, sem auðvitað þurfa að vera sérmenntaðir heyrnleys- ingjakennarar, verða að eiga faglegt athvarf í Heyrnleysingjaskólanum, og þangað þarf að vera hægt að leita með heyrnardaufa nemendur, sem njóta kennslu í almennu skólunum, til sérkennslu um lengri eða skemmri tíma. Heyrnleysingja- skólinn þyrfti að hafa nægilegt lið sérfræðinga til að ferðast milli heimila og skólastofnana til eftirlits, leiðbeininga og jafnvel kennslustarfa. En nokkurn hluta þessara starfa iiti á lands- byggðinni mætti fela svæðatalkennurunum (sjá síðar). Börn með skerta talfærni Æskilegt er að koma á fót í Reykjavík tal- kennslumiðstöð fyrir allt landið með heimavist fyrir nemendur utan af landi. Auk þess að sinna alvarlegustu tilfellum af táknferlisgöllum (afasi), stami, gómklofa og raddveilum nemenda á skóla- aldri, ætti að veita þar forskólabörnum og full- orðnum með málgalla kennslu og ráðgjöf. Ein- ungis í slíkri miðstöð eru möguleikar á nauðsyn- legri verkaskiptingu og sérhæfingu. Þegar þess er gætt, hve talkennsla og heyrn- leysingjakennsla eru skyldar greinar, vaknar sú spurning, hvort ekki nýttist betur húsnæði, tækja- kostur og mannafli, ef talkennslumiðstöðin væri tengd Heyrnleysingjaskólanum. (Sama máli gegn- ir raunar um Heyrnardeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, sem þyrfti að starfa á landsvísu.) Eðlilegt er að skipta landinu í lalkennslusvæði, að mestu í samræmi við núverandi námsstjórnar- svæði (sjá mynd á bls. 61). Þyrfti þá 5 talkennara í Reykjavík, 3 á Reykjanessvæðinu, 1 á Vestur- landi, I á Vestfjörðum, 1 á Norðurlandi vestra, 2 á Norðurlandi eystra, 1 á Austurlandi og 1 á Suðurlandi. Svæðatalkennararnir gætu, auk beinnar tal- kennslu, sinnt Iestregum og heyrnardaufum nem- endum, eftir því sem ástæður leyfðu. Ef verkefni reyndust ekki nægjanleg á einhverju svæðanna, gæti viðkomandi talkennari e. t. v. starfað á sál- fræðideild síns svæðis. Þessir menn ættu faglegt athvarf hjá talkennslumiðstöðinni, en lytu að öðru leyti stjórn fræðslustjóra síns svæðis. Að- setur hefðu J)eir í vel staðsettum skóla, en ferð- uðust um svæðið eftir þörfum. Börn með skerta hreyfifærni Á J)essu sviði þarf einnig að horfa framhjá venjulegu skólamynztri, m. a. af J)ví að uppeldis- meðferðin og sjúkraþjálfunin hefst í sumum til- vikum hjá börnunum nokkurra mánaða gömlum. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur unnið hér merkilegt brautryðjendastarf og rekur nú bæði æfingastöð í Reykjavík og skóla i Reykja- dal í Mosfellssveit. Væntanlega líður ekki á löngu, J)ar til hið opinbera tekur við J)essari starfsemi, eins og því ber samkvæmt gildandi fræðslulögum. Það er tvímælalaust æskilegast að sameina skóla og þjálfunarstöð fyrir lieilasködduð börn, lömuð og fötluð undir sama Jraki í Reykjavík. Þetta J)arf að vera heimanaksturs/heimavistar- skóli, })ar sem fullkomin aðstaða væri til sjúkra- J)jálfunar og kennslu, sem fléttað væri saman í daglegu starfi. Þarna þyrfti að starfa saman hóp- ur (team) sérfræðinga: sérkennarar heilaskadd- aðra (c.p.) barna, sérhæfðir sjúkraþjálfarar og MENNTAMÁL 54

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.