Menntamál


Menntamál - 01.08.1970, Síða 4

Menntamál - 01.08.1970, Síða 4
Menntun fullorðinna ^______________________________________________/ Eitt af brýnni úrlausnarefnum í íslenzkum skólamálum er skipulagning kennslu fólks, sem komið er af skólaaldri. Um alllangt skeið hafa að vísu starfað námsflokkar, bréfaskólar og tungumálaskólar, auk útvarpskennslunn- ar. En þessi ágæta starfsemi leysir aðeins að takmörkuðu leyti þann þátt fullorðinnakennsl- unnar, sem er án tengsla við skólakerfið. Hinum þættinum, námi, sem stefnir að viður- kenndu prófi í ákveðinni námsgrein eða full- kominni starfsmenntun á einhverju sviði, hefur enn ekki verið nægur gaumur gefinn hér á landi. Fullorðið fólk, sem af einhverjum ástæðum hefur farið á mis við þá menntun, sem hugur- inn stendur til eða óskar að skipta um starf, þarf að eiga þess kost að stunda nám sam- hliða starfi í hæfilegum áföngum og með þeim hraða, sem hverjum og einum hentar. Til þess að námstilboð til fullorðins fólks verði annað en nafnið, þarf að tilreiða náms- efnið með sérstökum hætti og gefa fólki kost á að stunda námið bréflega, gegnum útvarp og á síðdegis- eða kvöldnámskeiðum. Við miðlun þekkingarinnar verður að hagnýta hina margvíslegu möguleika nútíma kennslutækni, m. a. prógrameringu efnis með fjölbreyttum tækifærum eintaklinganna til stöðugs náms- mats. Prógramering námsefnis, sem miðast að verulegu leyti við sjálfsnám, er mikið vanda- verk og seinunnið, þótt vafalaust sé hægt að fá góðar fyrirmyndir erlendis frá. Nauðsyn- legt er að koma á fót stofnun á vegum ríkis- ins, til að annast þennan þátt almannafræðsl- unnar, og tryggja henni sambærilegan laga- og fjárhagsgrundvöll og öðrum framhalds- skólum. Auðvitað kostar þetta mikið fé, en á hinn bóginn má vera Ijóst, að unnt er að fjölga verulega sérhæfðum starfskröftum með þess- um hætti — auk þess er hér um að ræða brýnt geðverndarmál þeirra einstaklinga, sem lent hafa á rangri hillu í lífinu og una ekki hlutskipti sínu. MENNTAMÁL 118

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.