Menntamál - 01.08.1970, Page 17
lagaákvæða um skólabókasöfn.
Verði allur kostnaður við uppbygg-
ingu slíkra safna greiddur af op-
inberu fé í sama hlutfalli og önnur
kennslutæki. Samkvæmt reglum, er
ráðuneytið setji i samræmi við stærð
skóla, verði ákveðnum kennara
hvers skóla falin bókavarzla, og
verði hún hluti af starfsskyldu hans.
Jafnframt gefist bókavörðunum kost-
ur á vissri starfsmenntun, áður en
þeir taka við starfi.
Hlutverk skólabókasafna eru eink-
um þessi:
a) Að vera virkur þáttur í fræðslu-
og uppeldisstarfi skólans.
b) Að kenna nemendum að nota
bækur og bókasöfn sér til gagns
og æfa þá í sjálfstæðri heimilda-
söfnun af bókum.
c) Að veita nemendum kost á gagn-
legu og þroskandi lesefni til
tómstundalestrar.
Bókakost skólabókasafna ber að
miða við, að þau séu fær um að
rækja þær skyldur, sem um er rætt
hér að framan. I bókakostinum sé
að finna:
a) Hentug uppsláttar- og fræðirit í
þeim greinum, sem kenndar eru
í skólanum, sum þeirra í nokkr-
um eintökum,
b) önnur rit, skáldrit og fræðirit,
sem hentug geta talizt nemend-
um til tómstundalestrar og sjálf-
stæðrar heimilda- og þekkingar-
öflunar.
Þingið telur að stefna beri að því,
að kennarar með sérmenntun til
þókasafnsstarfa í skólum skuli ráðn-
ir til þessara starfa á sama grund-
velli og aðrir kennarar skólanna.
Um aSild S.Í.B. aS B.S.R.B,
21. fulltrúaþing Sambands ísl.
barnakennara 1970 lýsir yfir sam-
þykki sínu við það álit sambands-
stjórnar, að sambandið neyðist til
að endurskoða afstöðu sína til
B.S.R.B. Þingið samþykkir því að
kjósa fimm manna nefnd til þess,
ásamt væntanlegri sambandsstjórn,
að taka til rækilegrar athugunar
þátttöku sambandsins í B.S.R.B.
Komist þessi nefnd og sambands-
stjórn að þeirri niðurstöðu, að sam-
bandinu verði hagkvæmara að segja
sig úr B.S.R.B., skal sambandsstjórn
undirbúa úrsögn með löglegum
hætti fyrir næsta fulltrúaþing á kom-
andi ári.
Um aukafulltrúaþing
21. fulltrúaþing S.Í.B. 1970 telur,
að eigi verði hjá því komizt að
halda aukafulllrúaþing sambandsins
í öndverðum janúarmánuði n.k. Fel-
ur þingið sambandsstjórn að ákveða
nánar þingdaga og boða til þings-
ins.
Um heimild til verkfallsboðunar
21. fulltrúaþing S.Í.B. 1970 litur
svo á, að með síðasta dómi Kjara-
dóms hafi með öllu brostið þær von-
ir, er kennarar skyldunámsins bundu
við sanngjarna lausn í kjaramálum
stéttarinnar, auk þess sem Kjara-
dómur hefur með úrskurðum sinum
glatað því lágmarkstrausti, sem til
hans verður að bera.
Af þessum sökum skorar þingið
á alla kennara að sameinast nú iil
öflugrar sóknar í kjaramálunum og
veitir því stjórn S.Í.B. heimild til
verkfallsboðunar, ef viðunandi kjara-
bætur fást ekki á þessu ári.
Samþykktir um launa- og kjaramál
I.
21. fulltrúaþing Sambands ísl.
barnakennara, haldið í Melaskólan-
um dagana 5.—7. júní 1970, legg-
ur áherzlu á, að kaupmáttur launa
opinberra starfsmanna og annarra
launþega hefur rýrnað mjög mikið
siðustu ár. Þar sem launabaráttan
hefur ekki borið þann árangur að
undanförnu, sem menn hafa vænzt,
þarf nú þegar að herða baráttuna
fyrir bættum kjörum.
Þingið krefst þess, að opinberir
starfsmenn verði ekki verr launaðir
en gerist fyrir sambærileg störf á
hinum almenna launamarkaði, að
grunnlaun hækki um a. m. k. 30—
35%, að full verðlagsuppbót verði
greidd á grunnlaunin, að stað-
greiðslukerfi skatta verði tekið upp,
eins fljótt og auðið er, að skattvisi-
tala fylgi raunverulegum hækkun-
um vöruverðs og þjónustu.
Þingið lýsir yfir, að ýmsir þættir
í drögum að starfsmati séu rang-
lega metnir hvað snertir barnakenn-
ara og krefst þess, að þeir séu
endurskoðaðir, áður en drögin verði
lögð til grundvallar í kjarasamn-
ingum.
Þingið ítrekar fyrri samþykktir
kennarasamtakanna um nauðsyn
þess, að ríkisvaldið endurskoði af-
stöðu sína til launakjara barnakenn-
ara. Þau laun, sem barnakennurum
eru nú ætluð, eru svo lág, að ekki
er unandi við. Barnakennarar geta
ekki séð sér og sínum farborða af
þeim, nema leggja á sig mikla auka-
vinnu, bæði í skólatímanum og í
sumarleyfum.
Því hefur stöðugt verið haldið
fram af ríkisvaldinu, að kennarar
ættu að drýgja tekjur sínar með
vinnu í sumarleyfum, og af þeim
sökum væri eðlilegt, að laun kenn-
ara væru lægri en laun annarra
starfsmanna ríkisins með sambæri-
lega menntun. Það hefur hins veg-
ar komið i Ijós, að mörgum kenn-
urum hefur ekki tekizt eins og áður
að fá vinnu i frítimum sínum, því
að aðrir m. a. námsmenn eru látnir
ganga fyrir, eins og sanngjarnt er.
Vinna kennara að óskyldum störf-
um er hemill á framfarir í skóla-
málum, sem tíðkast hvergi meðal
þeirra þjóða, er teljast til menning-
arþjóða.
II.
21. fulltrúaþing Sambands ísl.
barnakennara, haldið i Melaskólan-
um dagana 5.—7. júní 1970, felur
sambandsstjórn að vinna að bættum
kjörum barnakennara á sama grund-
velli og fyrri þing hafa samþykkt,
MENNTAMÁL
131