Menntamál


Menntamál - 01.08.1970, Side 28

Menntamál - 01.08.1970, Side 28
6. gr. Yfirvinnu skal greiða með álagi á dagvinnutíma- kaup. Eftirvinnu svo og matartíma á tímabilinu frá kl. 8,00 til kl. 19,00, ef unnir eru, skal greiða með 50% álagi miðað við dagvinnukaup, en unna nætur- og helgidagatíma með 90% álagi miðað við dagvinnu- kaup. Dagvinnutímakaup kennara fyrir kennslustund skal fundið með því að deila árlegum kennslustunda- fjölda miðað við 9 mánaða skóla í árslaunin. Öll yfirvinna skal greidd eftir á í einu lagi fyrir hvern mánuð og eigi síðar en 5. dag hvers næsta mánaðar. 7. gr. Sjá núverandi 12. gr. kjaradóms. Aftan við hana bætist; Starfi skóli lengur árlega en 9 mánuði, greiðast hlutfallslega hærri laun til kennara og skólastjóra. 8. gr. Sérsamning skal gera vegna óhóflegs vinnuálags Jteirra skólastjóra, er hafa á hendi stjórn í heima- vistarskólum og í tví- eða þrískiptum gagnfræðaskól- um. 9. gr. Sjá 15. gr. kjaradóms. Aðalfundur Fóstrufélag Islands ASalfundur Fóstrufélags íslands var haldinn 28. okf. sl. ( stjórn félagsins voru kjörnar: Þórunn Einarsdóttir formaður, Hrafnhildur Sigurðardóttir gjaldkeri, Svandís Skúladóttir ritari og Margrét Pálsdóttir meðstjórnandi. í skýrslu formanns um starfsemi félagsins á s.l. ári sagði m.a.: Tvö námskeið voru haldin á vegum Fóstru- félagsins og Sumargjafar. Sóttu þau um 60 fóstrur. Á námskeiðum þessum fór fram kennsla í átthagafræði, leikbrúðugerð og meðferð brúðuleikhúss, rythmik og meðferð ásláttarhljóðfæra. Á félagsfundi, sem haldinn var í júní s.l., kom vram almennur áhugi hjá fóstrum á væntanlegri starfsemi sex ára deildanna, og í sept. s.l. sóttu 15 fóstrur nám- skeið, sem haldið var fyrir kennara þessara deilda. Eín fóstra, sem jafnframt er kennari, starfar nú við slíka deild í Reykjavík i vetur, en tvær fóstrur utan Reykja- víkur. Vænta fóstrur þess, að með gildistöku nýju fræðslu- laganna muni þær öðlast réttindi til starfa við sex ára deildir barnaskólanna. Norræn fóstruþing hafa verið haldin á fjögurra ára fresti um langt skeið. íslenzkar fóstrur hafa sótt þessi þing síðan 1956. Ákveðið hefur verið, að næsta þing skuli haldið hér á landi árið 1972, og er þegar hafinn undirbúningur þess. Aðalfundur Félags háskólamenntaðra kennara Aðalfundur Félags háskóla- menntaðra kennara var haldinn að Hótel sögu föstudaginn 12. júní s.l. Auk venjulegra aðalfundarstarfa, voru helztu viðfangsefni fundar- ins kjaramál með sérstöku lilliti til starfsmats, tillögur um mennt- un og réttindi bóknámskennara á gagnfræðastigi og félagsmál há- MENNTAMÁL 142 skólamenntaðra kennara. Á fundinum urðu miklar um- ræður um Jvessi mál. Fundurinn gerði ályktun um síðustu driig að starfsmati og lýsti stuðningi við kerfisbundið starfsmat unnið á vísindalegan hátt. Fnn fremur voru gerðar álykt- anir um kennaramenntun og kjaramál, félagsmál háskólamennt- aðra kennara og um framkvæmd og fyrirkomulag námskeiða fyrir starfandi kennara. Fundurinn lýsti yfir stuðningi við verkamenn i yfirstandandi kjaradeilu. Jón B. Hannibalsson lét nú af formennsku í félaginu en nýkjör- inn formaður félagsins er Ingólf- ur A. Þorkelsson B.A. Aðrir í stjórn eru Auður Torfa- dóttir M.A., Guðlaugur Stefáns- son B.A., Haukur Sigurðsson B.A. og Hörður Bergmann B.A. I vara- stjórn eru Gunnlaugur Sigurðs- son B.A. og Þorstéinn Magnússon cand. oecon.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.